Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 48
46
BREIÐFIRÐINGUR
undanskildu að í stað orðanna „over de Mænd, der ere
valgbare" eru orðin „over de Mænd der haver valgret“, og eru
þar nöfn 32 manna sem kosningarétt höfðu, og nöfn þeirra
sem kosnir voru af þeim sem kusu, en þeir voru 27, einungis 5
menn kusu ekki, en þeirra á meðal voru Bjarni Thorsteinsson
amtmaður og H.A. Clausen kaupmaður í Olafsvfk.41
Kjörstjórar voru Árni Þorsteinsson sýslumaður Snæfells-
nessýslu, Ámi Ó. Thorlacius og Jóhannes Pálsson, Kirkjufelli.
Úr Kjörbók Snæfellsnessýslu:
Atkvæða fjöldi tvö af hvörjum kjósanda verða 54, þaraf
hafa fallið:
á kaupm. A. Thorlacius 17
- sýslum. C. Magnusen 14
- sniðkara S. Jacobsen 7
- séra Hannes Jónsson 5
- hreppst. Jóhannes Paulsson 5
- stiftprófast, riddara A. Helgason 2
- prófast H. Stephensen 2
- hospitalshaldara Þ. Þorleifsson 1
- Guðbrand Magnússon 1
54
Grundarfjarðar Þingstað þann 10. Júníi 1844
Thorsteinsson A.O. Thorlacius Jóh. Pálsson42
Aðeins einn starfandi prestur í sýslunni og annar fyrrver-
andi höfðu kosningarétt og kusu, aðrir sem gerðu það voru:
sýslumaður, tveir kaupmenn og 22 bændur.
Hér verða tekin upp úr Kjörbók Snæfellsnessýslu 1844
nöfn þeirra sem kusu, og í sömu röð. Stafsetningu er breytt í
nokkrum tilvikum og menn skrifaðir fullu nafni, nöfnin borin
saman við Manntal á Islandi 1845:
Árni Þorsteinsson, sýslumaður, Stykkishólmi
Árni Ó. Thorlacius, kaupmaður, Stykkishólmi