Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 50
48
BREIÐFIRÐINGUR
Helgason stiftprófast kusu: fyrrverandi prestur og bóndi. Þor-
leif Þorleifsson hospitalshaldara kaus: prestur. Guðbrand
Magnússon kaus: bóndi.
Greinilegt áhugaleysi mun hafa verið ríkjandi hjá almenn-
ingi varðandi alþingiskosningarnar. Astæður til þess munu
m.a. hafa verið þær hversu mönnum fannst réttur til kosninga
og kjörgengis vera takmarkaður og hve kjörstaðir voru fáir,
hve langt var að fara fyrir þá sem fjærst þeim bjuggu. Einnig
munu menn hafa verið óánægðir með alþingisskipanina eða
alþingislögin sjálf, sérstaklega það ákvæði þeirra að þingið
yrði haldið fyrir luktum dyrum.43 I Snæfellsnessýslu kusu 27
af 32, og getur það kallast góð kjörsókn.
Bænarskrárnar
Eftir kosningarnar 1844 og í byrjun árs 1845 gengu um landið
bænarskrár sem margir skrifuðu undir. A Snæfellsnesi voru
það eingöngu karlar sem skrifuðu undir þessar bænarskrár,
utan ein kona. Allir voru eldri en 25 ára, utan tveir sem voru
22 og 23 ára. Flestar voru bænarskrámar beiðni um aukið
verslunarfrelsi og um rýmkun kosningaréttarins, virðist mönn-
um einsýnt að nota eigi tækifærið „ ... þar sem vér eigum slík-
an konung að mildi og vizku, sem Kristján konungur er hinn
áttundi.“44
Varðandi verslunarmálin vom lagðar fram á þinginu 1845
27 bænarskrár með 2236 undirskriftum úr 15 sýslum. Bænar-
skrá barst einnig frá kandidötum og stúdentum í Kaupmanna-
höfn, en engin barst úr Reykjavík, Gullbringusýslu, Kjósar-
sýslu, Borgarfjarðarsýslu og Mýrasýslu. Ur Snæfellsnessýslu
bámst 3 bænarskrár varðandi verslunarfrelsið með 62 undir-
skriftum, og er ein þeirra eina bænarskráin þar sem farið er
fram á það „að leggja það undir við Alþingi að það mæli
öfluglega móti því (að) verslunarmál vor Islendinga verði
borin undir fulltrúaþing Dana.“45