Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 59
MINKURINN í BREIÐAFJARÐAREYJUM
57
Þótt mest beri á honum fram til eyja, er hann líka á landi með
strandlengjunni og þá aðallega við ár og læki.
Á hverju ári fara minkaveiðimenn með hunda um þetta
svæði og drepa tugi og stundum hundruð dýra. Stofninn virð-
ist samt lítið minnka en hann veldur þó langtum minna tjóni
en annars væri.
Þær fuglategundir sem mest afhroð hafa goldið af völdum
minksins eru lundinn og teistukofan. Þessar tegundir byggja
hreiður sín í klettaglufum eða moldarholum niður í jörð. Þær
eiga því enga undankomu, þegar minkur birtist í dyrunum, og
eru því ekkert betur settar en hænur í búri, þegar þær fá slíka
heimsókn. Þá er bara dauðinn framundan. Lundinn gekk
næstur æðarfuglinum að nytjum við Breiðafjörð áður fyrr.
Æðarkollunni hefur vegnað betur því hún hefur í mörgum
tilfellum getað flúið þegar vargurinn nálgast, en auðvitað þá
orðið að skilja eftir böm og bú. Hún hefur víða breitt um
hegðun, hætt að verpa í fitjum og í hrönnum við sjó, og fært
sig upp á eyjarnar og þá kannske meira á stærri og hærri eyjar.
Kollan virðist hafa skynjað að svartbakurinn er enginn vinur
minksins, því sumstaðar er eins og henni finnist vörn í því að
búa í nábýli við hann, enda munu Baggi ekki gefa þessu skrið-
kvikindi neitt eftir, og dæmi munu þess, að hann hafi sést með
mink á lofti.
Vestureyjar sem svo eru nefndar, en það eru eyjamar útaf
Reykjanesi allt út til Flateyjar, hafa ennþá að mestu sloppið
við minkinn. Þar eru eyjabýli, svo sem Skáleyjar og Látur
með einna stærstu æðarvörpin við Breiðafjörð. Þar hefur þó
orðið vart við hann til dæmis í eyjunum Reykey og Sandey
sem liggja upp af Flatey. Einnig fundust merki þess að minkur
hefði komið í Hafnareyjuna í Flatey. Dýr hafa þó ekki unnist í
þessum eyjum. Hinsvegar vannst 1981 minkagreni í Odd-
bjarnarskeri, pör með 6 yrðlinga. Oddbjarnarsker liggur um
sex mflur útaf Flatey. Kunnugir telja ekki útilokað að það hafi
verið sömu dýrin og vart var við í Reykey og Sandey.
Þess skal að lokum getið til frekari upplýsingar um fækkun
lundans við sunnanverðan Breiðafjörð af völdum minksins, að