Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 84
Sveinn Einarsson
Kirkjugarðar sögunnar
Ferðalög geta verið með ýmsu móti og það er ekki alltaf að
rétta leiðin sé skemmtilegust. Eitt sinn ferðuðumst við hjónin
um byggðir Breiðafjarðar í veðri, sem var svo ljúft að erfitt
var að ímynda sér að jafn yfirskilvitleg fegurð væri til á jarð-
ríki eins og að standa á Klofningi og horfa út yfir eyjar og haf.
En fleira varð okkur til yndisauka. Við ferðuðumst auðvitað í
tíma og rúmi, en einnig í andanum, þvf að sögufrægð staða og
stunda sótti að okkur og allt varð í senn nútíð og þátíð og
mátti vart á milli sjá hvort var skemmtilegri saga. Ekki dró
það úr ánægjunni, að kona mín var ættuð úr eyjum Breiða-
fjarðar og byggðunum umhverfis hann. Flest reyndist þetta
hafa verið stórmenni, sem ýmist börðust fyrir málstað Jóns
Sigurðssonar á Kollabúðarfundum, byggðu upp verslun og
þilskipaútgerð eða komu upp fyrstu almenningsbókasöfnunum
og réðu til starfa hjá sér fræðaþuli. Kirkjugarðarnir sögðu oft
merka menningarsögu, en þeir sögðu líka frá slysförum og
barnadauða og harðri lífsbaráttu. Ég var þó farinn að venjast
því, að í hverjum kirkjugarði væri að minnsta kosti marmari
yfir einhvern göfugan forföður míns betra helmings, ef það
var ekki beinlínis grafhýsi. Ég varð æ ættlausari, kominn
aðallega af sunnlenskum söndum og af Alftanesinu, en allir
vita hverju ekki var um það nesið spáð.
Svo er það að við erum á Fellsströndinni með Þór Magnús-
syni þjóðminjaverði og fleira góðu fólki. Kona mín og Þór
hafa þá áráttu sameiginlega, að þau eru með kirkjudellu, eins
og Guðmundur Böðvarsson skáld fékk í austurvegi. Þau þurfa