Breiðfirðingur - 01.04.1995, Síða 85
KIRKJUGARÐARSÖGUNNAR
83
allar kirkjur að skoða og alla kirkjugarða. Nú kom það upp, að
ósvinna væri annað en renna fram á Dagverðarnes. Þar stend-
ur guðshúsið eitt sem útvörður og starir út á hafið, en fólk er
þar ekkert lengur utan það sem býr í garðinum.
Tvær gerðum við tilraunir til að komast frameftir, en ekki
var sá vegur gerður fyrir venjulega bíla. Loks kom til liðs við
okkur bóndi úr sveitinni, bróðir Einars Gunnars Péturssonar,
og hann hafði yfir að ráða rússneskum bryndreka, sem ekki
tók eftir grjóti né holum. Við renndum fyrst í hlað á Orms-
stöðum og fengum að láni kirkjulykilinn. Síðan var ekið fram
í skerjagarðinn. Á leiðinni segir bóndi: Hér í kirkjugarðinum
er nú merkilegur legstaður. Gat nú verið hugsaði ég. Ætli það
sé ekki höfðinginn úr Hrappsey? Og auðvitað gekk það eftir:
þar var voldugur marari. Það var þó ekki leiðið sem bóndi átti
við, heldur þúfa ómerkt í einu kirkjugarðshorninu. Hún var í
rauninni svo snautleg, að manni fannst maður vera á ferð með
Olafi Kárasyni að leita uppi leiði vinar hans Sigurðar Breið-
fjörðs.
„Sá sem hér hvílir fargaði sér og var grafinn utangarðs. En
hann var vinsæll af sveitungum, svo þeir undu ekki aðferð
prests og færðu út kirkjugarðsvegginn nóttina eftir útförina og
sippuðu leiðinu innfyrir í kristinna manna reit.“
Og hér var sem sé loksins komið að mér. Sá sem þarna lá
og skákaði rneira að segja marmarahöfðingjanum úr Hrappsey
að sögufrægð, var nefnilega langafi minn.
Þegar við skiluðum aftur lyklinum á Ormsstöðum, sögðu
húsráðendur okkur meira af þessari sögu. Þó að liðið væri á
aðra öld, var þessi saga enn bráðlifandi á vörum, og verður nú
víst að fara að endurskoða afstöðu sína til Islendingasagna
eina ferðina enn. Ég hafði alltaf óttast að drykkjuskapur og
volæði hefðu orðið þessum forföður mínum að angurmeini.
En það reyndist þá vera öðru nær. Þáverandi húsfreyja á
Ormsstöðum, sem átti mann, sem var óduglegur til ásta, lagði
á áa minn ofurkærleik, eða þannig hermir þjóðsagan, og hann
hafði beinlínis flækt sér í kvennamál, sem hann sá ekki út úr,
maðurinn kominn á fimmtugsaldur! Skáldsagnahöfundar