Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 90
88
BREIÐFIRÐINGUR
ar Jónssonar hreppstjóra á Hnúki. Samkvæmt sálnaregistri
Skarðsþinga var Benedikt fyrst skráður til heimilis á Orms-
stöðum árið 1872 og er titlaður læknir eða hómópati alla tíð.
Arið 1873 var Benedikt Gabríel kærður fyrir að nota tvisvar
sama frímerkið. Það mál hefur Jón Aðalsteinn Jónsson orða-
bókarritstjóri rakið í sýningarskrá um Norræna frímerkjasýn-
ingu, sem haldin var hér á landi 1984. Bóndinn á Ormsstöðum
hafði farið með bréf fyrir Benedikt Gabríel til póstafgreiðslu-
mannsins í Stykkishólmi, séra Eirrks Kúld, en frímerkið hafði
verið notað áður. Presturinn kærði þetta til sýslumannsins í
Dalasýslu, Lárusar Þ. Blöndal, og sagðist Benedikt hafa hald-
ið „að þetta notaða frímerki væri eins gilt eins og nýtt eða
ónotað frímerki, ef það aðeins næðist órifið af og óskemmt.“
Síðan sagði Benedikt um prestinn, að hann
hefði búist við að presturinn hefði fundið það meira sam-
boðið stöðu sinni, að tala áminnandi og leiðbeinandi röddu
í þessu máli, heldur en að koma fram sem ákærandi sakar-
áberi.
Málinu lauk með því að Benedikt var dæmdur í sekt sem var
„48 sinnum hærri en það burðargjald, sem hann ætlaði að
spara sér.“ Frímerkjasafnaranum Jóni Aðalsteini þykir eðli-
lega mikill akkur í að þetta sérkennilega frímerki skuli enn
vera til, en finnst að hart hafi verið að gengið og segir:
Vel má vera, að vanþekking hafi ráðið hér um, því að engan
veginn reyndi sendandinn að villa á sér heimildir. Skrift
hans var auðþekkt og eins innsigli, ... Af þeim sökum þótti
„hinum brotlega" hart, að hinn prestvígði póstafgreiðslu-
maður í Stykkishólmi skyldi fremur kjósa að kæra sig og
fara lögregluleiðina en sýna sér kristilegt umburðarlyndi og
gera bréfið afturrækt með leiðbeiningum um rétta notkun
frímerkja. Ekki neita ég því, að ég hef nokkra samúð með
þessari skoðun „hins brotlega“.