Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 91
BENEDIKT GABRÍEL
89
Undir þessi orð Jóns Aðalsteins Jónssonar held ég að flestir
hljóti að vilja taka.
Eftir lát Odds á Ormsstöðum 1879 var sagt að Helga hefði
viljað eiga Benedikt Gabríel, en hann ekki haft áhuga. Þegar
vinnukona sem var á heimilinu fór að þykkna undir belti og
vitað var að Benedikt átti barnið, var henni vísað af heimilinu
og Benedikt var einnig sagt að hann yrði að fara um vorið, og
hefur þetta hlotið að vera vorið 1881. Ekki urðu menn varir
við hann reyndi að útvega sér aðrar vistir og er hann var
spurður sagðist hann verða farinn fyrir krossmessuna, þ. e.
vinnuhjúaskildagann 14. maí. Benedikt og Jóhannes Þórðar-
son á Stakkabergi, langafi okkar Olafar, voru miklir mátar og
kom Benedikt að máli við Jóhannes og bað hann að hjálpa sér
að flytja frá Ormsstöðum og hét Jóhannes góðu um það.
Nokkrum dögum fyrir krossmessuna var sent upp að Stakka-
bergi og sagt að Benedikt væri búinn að hengja sig. Hann
hafði gert það í skemmu (hesthúskofa B. G.) sem stóð skammt
fram undan dyrunum á íbúðarhúsinu á Ormsstöðum. Jóhannes
hjálpaði Benedikt til að flytja þótt með öðrum hætti yrði en
hann hafði búist við.
Samkvæmt kirkjubók dó Benedikt 9. maí og hann var jarð-
aður í Dagverðarnesi 15. maí og í bókinni stendur einfaldlega
„hengdi sig.“ Af þessu er augljóst að ekki hefur verið tvínón-
að við að jarða og verður að teljast næstum víst, að eitthvað
hefði verið skrifað um það í kirkjubókina hefði jarðsetningin
ekki verið með venjulegum hætti. Ef litið er í almanök frá
þessum árum sést, að 15. maí var sunnudagur og samkvæmt
því hefur jarðarförin líklegast farið fram eftir messu.
Nú kemur að frásögn Ólafar, en þar fer hún eftir sögn
langömmu okkar Elínar Guðmundsdóttur á Stakkabergi, ekkju
Jóhannesar Þórðarsonar, en hana man Ólöf vel því að hún dó
ekki fyrr en 1915. Eftirfarandi sagði Ólöf Elimundardóttir
oftar en einu sinni og var samhljóða:
Hún (þ. e. Elín) hefði verið hrædd um að hann Jóhannes
yrði fyrir einhverri ógæfu frá kónginum fyrir að láta ekki