Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 93
BENEDIKT GABRÍEL
91
vesturumdæminu. Amtmaður leitaði til landshöfðingja og var
samdóma niðurstaða þeirra, að prestar þurfi „eptirleiðis ekki
að leita yfirvaldsleyfis til að syngja yfir og kasta mold á lík
sjálfsbana." Þessum útskurði til stuðnings var vitnað í nýleg
hegningarlög frá 1869 og gæti því verið að Skúli sýslumaður
hefði haft áþekkan skilning á málinu og yfirvöld. Þetta bréf
landshöfðingja ásamt málavöxtum birtist í Stjórnartíðindum
1881 (s. 37) og þau bárust út um sveitir. Má telja fullvíst, að
þetta bréf hafi verið leyfið, sem Elín talaði um, að hefði
komið frá kónginum sumarið eftir, þótt óvíst sé að hún hafi
lesið það sjálf. Dauði og greftrun Benedikts hafa örugglega
verið umtöluð og þess vegna hafa menn veitt bréfi þessu
athygli. Það staðfestir svo ekki verður um villst, að Ólöf
hlýtur að hafa rétt eftir Elínu, að sumarið 1881 hafi komið að
leyfilegt hefði verið að jarða innan garðs. Þetta dæmi stað-
festir munnlega geymd í meira en hundrað ár og er þó sögn
Ólafar í andstöðu við almenna sögn. Verður að telja þessa
sögu merkilega frá því sjónarmiði.
Benedikt notaði reiðbeisli sitt til að hjálpa sér inn í eilífð-
ina, og þegar uppboð var haldið á eigum hans var það selt eins
og annað. Ég man ekki betur en Jóhanna Ólafsdóttir, föður-
systir mín, hafi sagt mér, að Ólafur faðir hennar, sem síðar
varð tengdasonur Jóhannesar, hefði ætlað að kaupa beislið, en
Jóhannes hefði ráðið honum frá því. Baldur Gestsson á Orms-
stöðum segir svo frá og hafði eftir Elimundi föður Ólafar:
Ég man nú ekki hver keypti það, það var ekki frá Stakka-
bergi, en hann ætlaði að kaupa það. Það var einhver að-
komumaður norðan úr Strandasýslu og eftir örstuttan tíma
var eigandinn búinn að hengja sig í því. Svona eru munn-
mælasögurnar, þær eru stundum allmikið lagaðar til.
Þessi frásögn Baldurs virðist svo langt sem hún nær vera í
samræmi við það sem Jóhanna sagði. Gott ef beislið hefði
ekki átt að hjálpa einhverjum fleirum inn í eilífðina, en ekki
kann ég að rekja það með nákvæmni eða hef reynt að finna