Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 94
92
BREIÐFIRÐINGUR
hvort einhverjir hafi fargað sér skömmu síðar. Um beislið
getur meira að segja í Fréttum frá Islandi 1881, sem Jónas
Jónasson frá Hrafnagili skrifaði það ár. Þar sagði hann að
óvenjulega mikið hefði verið um að menn „rjeðu sjer bana“ og
vita fyrir víst um 7-8.
Helstir þeirra voru Benidikt Gabriel Jónsson stúdent á
fimmtugs aldri, og hafði jafnan haldið til á Vestfjörðum og
stundað þar smáskammtalækningar, hann hengdi sig í reið-
beizlistaumum á Ormstöðum vestra 9. dag maímánaðar.
Á þessum tíma var mikil trú á því að menn gengju aftur,
einkum ef þeir dóu voveiflega. M. a. var sagt að tvær konur,
sem förguðu sér skömmu síðar á bæjum í nágrenninu, hefðu
gengið aftur, en ekki verður hér neitt af því sagt. Baldur og
Ólöf voru algerlega sammála um, að þau hefðu aldrei heyrt
talað um að Benedikt Gabríel hefði gengið aftur. Baldur sagði
mér að þó hefði Oscar Clausen sagt í bók sinni íslenzkar
dulsagnir II. 93-94, að hann hefði orðið var við Benedikt, er
hann gisti á Ormsstöðum. Heldur lítið lagði Baldur upp úr
sögu Oscars og verður ekki sagt, að hún sýni að einhver
framliðinn hafi birst með áberandi hætti. Ástæðan fyrir því að
Benedikt var sagður hafa legið kyrr, gæti verið sú, að menn
hefðu hagað sér hófsamlega er komið var að honum látnum.
Eins og fyrr sagði átti Benedikt Gabríel barn í vonum er
hann lést. Um barnsmóðurina sagði Ólöf, að hún hefði verið
send inn á Skarðsströnd og þar hefði hún eignast bamið, sem
skírt var eftir föður sínum, Benedikt Gabríel. Hann lærði
prentiðn, en starfaði síðar mest sem skrautritari. Nafn stúlk-
unnar mundi Ólöf ekki, en samkvæmt Niðjatali séra Jóns
Benediktssonar hét hún Guðríður Jóhannesdóttir. Benedikt
hefur sjálfur talið sig fæddan á Nýp á Skarðsströnd 27. sept.
1881 og stendur svo í Prentaratali, en til þess safnaði hann
sjálfur. Nafn stúlkunnar og um ættemi hennar er einnig í bréfi
Benedikts 1. mars 1881, sem birt er hér á eftir. Af þessu er
auðséð að Ólöf fer hér rétt með.