Breiðfirðingur - 01.04.1995, Blaðsíða 95
BENEDIKT GABRÍEL
93
Ólöf og Baldur segja bæði svo frá, að Benedikt Gabríel
skrautritari hafi verið á ferð á þessum slóðum. Ólöf mundi
eftir því, að hann kom:
Það var 26 eða 27, ég held 26 þá kom hann í Húsabæinn til
Odds heitins til að fá hann með sér út að Dagverðarnesi að
sjá leiði föður síns. Oddur heitinn fór með hann, þá var
þetta leiði í hominu.
Baldur Gestsson staðfestir að Benedikt yngri hafi komið að
Ormsstöðum með séra Ásgeiri Ásgeirssyni í Hvammi, en
Jónína Guðrún Jónsdóttir, tengdamóðir Ásgeirs, og Benedikt
Gabríel yngri voru systkinabörn. Þegar Benedikt var á ferð-
inni bjó í Dagverðarnesi Pétur Jónsson sem var þar til 1947.
Baldur gat þess að Pétur hefði alltaf hugsað um leiði Bene-
dikts Gabríels, hlaðið það upp og hlynnt að því, en vissi ekki
um ástæðuna fyrir því. Ekki er ólfklegt að giska á að Benedikt
hefði beðið hann um að gera það. Gæti þar m. a. verið skýr-
ingin á því, hvers vegna leiðið er svo myndarlegt enn þann
dag í dag.
Eins og getið er fyrr var sagt að kirkjugarðurinn í Dag-
verðamesi hefði verið stækkaður og leiði Benedikts átti við
það að lenda innan garðs. Fyrir framkvæmdum við kirkjugarð
hlýtur að vera grein gerð í skjölum. Ég hef flett bréfum til
biskups úr Dalaprófastsdæmi frá því um 1880 til 1938 og eftir
þeim fundust þessar tilvísanir í vísitasíur prófastsdæmisins.
„Árið 1901, hinn 1L júní“ skrifaði Kjartan Helgason prófastur
í Hvammi við vísitasíu í Dagverðarnesi: „Tvær hliðar kirkju-
garðsins eru í góðu standi og gripheldar, en norður og austur-
hlið eru farnar að ganga úr sér.“ „Árið 1905, 8. sept.“ skrifaði
settur prófastur Ólafur Ólafsson í Hjarðarholti: „Kirkjugarð-
urinn hefur verið færður út og girtur og er nú vel gripheldur
nema hvað bæta þarf lítið eitt ofaná hann á litlum kafla og
verður það gjört á þessu hausti.“ í fyrra sinnið kom fram að
suður- og vesturhlið voru „í góðu standi og gripheldar,“ en
1905 stendur að garðurinn hafi „verið færður út og girtur".