Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 100
98
BREIÐFIRÐINGUR
Þetta erfyrsta bréfið sem varðveitt erfrá Benedikt Gabríel til Benediktu
Gabríellu dóttur sinnar. Á Sauðafelli bjó á þessum árum séra Jakob
Guðmundsson, sem lengi stundaði smáskammtalœkningar og getur Bene-
dikt hans í bréfi 15. febr. 1879. Svo er að sjá afnœsta bréfifrá 26. okt.
1877, að ekki hafi orðið úrferð Benediktu vestur. Athyglisvert er að sjá
að hún veriðfarin að spila á gítar.
Sauðafelli, 8. Apr. 1877.
Elskuleg dóttir góð!
Kærar þakkir fyrir þitt góða og mér kærkomna bréf með póst-
inum núna. Eg hefi gjört stjúpa þínum grein fyrir peníngonum
sem eg hefi sent þér í vetur, að þeir eru nefnilega afborgun til
hans á þeim 100 kr. sem eg hafði lofað honum þ(etta) á(r). Það
fannst mér svo auðskilið að eg helt eg mundi ekki þurfa að
útleggja það fyrir ykkur. Því efni mín leyfa mér ekki að senda
ykkur báðum penínga í einu. Þínir 100 ríkisdalir sem stjúpi þinn
ætlar að gefa þér af meðgjöf minni með þér verða að koma á
eptir þegar eg get, elskan mín. Þú segist ætla að koma vestur, já
láttu nú verða af því, hvort sem þú nú heldur vilt koma með 1.
ferð Díönu og hitta mig þá í Stykkishólmi, og fara vestur með
mér því annars getum við ekkert talað saman, eða þá koma með
2. ferð hennar og hitta mig þá á ísafirði hjá systrum mínum og
dvelja þar þangaðtil D. kemur aptur, og verða mér þá samferða
aptur suður í Stholm á henni. Best er þér að taka þér far á 2.
plássi, þvíað á 1. plássi er ekki þeim mun betra sem það er
dýrara. Gítarinn þinn ættir þú að hafa með, þér og öðrum til
skemtunar, því maður má hafa 100 pund í fari sínu. Eg ætla lrka
að verða á öðru plássi. Eg vona þú skrifir mér nú aptur með
póstinum greinilega um fyrirætlan þína, og það sem þú getur til
tínt af fréttum út Víkinni, eg er þar svo gamalkunnugur, og
þykir gaman af öllu; en þá megið þið skrifa mig á Onnstöðum,
því nú fer eg héðan bráðum úteptir. Það væri skemtilegt fyrir
þig að verða samferða Jóhönnu sem er á Kvennaskólanum, fyrst
þið eruð orðnar kunnugar, hún er væn stúlka og vönduð.
Fyrirgefðu nú þenna fáorða miða þínum með óskum bestu
elskandi föður.
B(enedikt) J(ónsson) Gabríel.