Breiðfirðingur - 01.04.1995, Qupperneq 104
102
BREIÐFIRÐINGUR
eðlilegum batavegi, reif hann það allt upp, og fór mjög
harkalega með manninn, sem hefir í allan vetur legið í rúminu
og liggur enn við mestu örkumsl, og er af öllum talið víst, að
hann verði aldrei jafngóður, ef hann á annað borð nokkurn
tíma kemst á fætur. Eg hefi í vetur og yfirhöfuð þetta ár verið
töluvert heilsulasnari en að undanförnu, þó aldrei legið neitt
rúmfastur; fari það í vöxt er eg ekki maður til að eiga í þessum
miklu ferðalögum, sem opt eru erfið og mér eru líka farin að
leiðast; eg vildi helst aldrei þurfa að fara neitt útaf bænum. Ef
eg lifi það að þú giptist og eignist vænann mann, sem eg vil
biðja góðan Guð að gefa þér ef þú lifir, þá ætla eg að fara í
hornið til þín elskan mín, og vera þarfakarl, og kenna
börnonum þínum, o. s. frv. en þá vildi eg helst þú værir á
góðum sveitabæ, því eg er allt minna fyrir kaupstaðalíf.
Eg verð að biðja þig elskan mín að vera þolinmóð við mig
með það sem þú átt hjá mér, eg verð nú fyrst að klára stjúpa
þinn, sem gengur þó erfitt, hann á nú hjá mér enn 40 kr.
einsog þú veist, sem eg vona að geta klárað einhverntíma í
sumar, ef eg tóri, og þegar það er klárt, vildi eg fara að hugsa
til að reita eitthvað til þín svona smátt og smátt eptir því sem
eg kynni framast að geta án verið; eg er einsog þú veist
launalaus og atvinnan stopul og óviss, en peníngar rétt
ófáanlegir hér um vesturland.
Að endíngu kveð eg þig nú og kyssi með mínum bestu
óskum allrar hamíngju og heilla, og legg í huganum mína
föðurlegu blessun yfir þig, Drottinn allsvaldandi annist þig og
varðveiti um tíma og eilífð, það mælir af alhuga þinn
elskandi faðir
B Gabríel