Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 106
104
BREIÐFIRÐINGUR
er það hreinast og best, sem fjærst kaupstöðonum og á útkjálk-
um landsins; samt hefði eg mikið gaman af að koma í Rvík, og
vera þar nokkra daga, helst það ár sem alþíng er haldið, en í
sumar get eg það líklegast ekki vegna peníngaleysis, en ef Guð
lofar mér að lifa nokkur ár við Djúpið vona eg að geta þetta
seinna meir, og eins að borga þér þær 150 kr. sem þú átt hjá
mér, og þó þú nú kannske þarfnist þeirra nú, er ekki heldur ónýt
sú seinni fyrir þér; eg skal samt það fyrsta eg get reyna til að
borga þér þetta í smásmokkum [svo smásmökkum?], og þykir
mér þó hætt við að þér með því móti komi þetta fé að litlum
notum, og helst vildi eg í rauninni borga þér það allt í einu, ef
að fjárhagur minn gæti svo lagast, og að þú þá keyptir þér fyrir
það íslenska búnínginn. Hvernig líst þér á það? Nú er eg sem
stendur svo peningalaus að eg get ekkert sent þér þó eg feginn
vildi gleðja þig eitthvað. Eg keypti mér líka ýmislegt í sumar
sem eg þurfti með: Frakka og vesti af Ásg. sál(uga) á ísafirði,
Konráðs Lexicon, Hjörts Bömeven 2 Ex(em)plarer til að kenna
á, og ýmsar fleiri bækur sem ekki eru lengi að hlaupa í verðið. í
fyrra keypti eg úngann hest fljótann, og flugvakrann fyrir 200
krónur, eg kalla hann Litfara, hann er vindóttur og þarf eg nú
að ala hann vel bæði til að koma í hann kröptum og kjarki —
því eg er 20 fjórðungar — og til að geta riðið honum það sem
eg þarf, og kostar það ekki minna en 40 kr. Eg fekk 2 bréf í
sumar frá stjúpa þínum, og skal eg svara þeim ef eg tóri með
miðsvetrarpósti, hann er í hverju bréfi sínu til mín svo hræddur
um að hann eigi ekki langt eptir, svo það er naumast að óttast
að dauðinn hitti hann óviðbúinn, og má það vera sönn ánægja
ástvinum hans; eg bið kærlega að heilsa honum og móðir þinni.
Kemst eg svo ekki til að masa meira við þig í þetta sinn, því eg
þarf svo ótal mörgum að skrifa í ýmsar áttir, því eg er víða
kunnugur; eg vonast eptir línu frá þér með næsta pósti elskan
mín, eg skal nú vera viljugur að skrifa þér í vetur, en á sumrin
máttu ætíð búast við mér lötum í bréfaskriptum.
Guð almáttugur annist þig og varðveiti um tíma og eilífð.
Þinn elskandi faðir.
Bened. J. Gabríel.