Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 108
106
BREIÐFIRÐINGUR
þrotinn. Guð alm(áttugur) annist þig og varðveiti um tíma og
eilífð.
Þess óskar af hjarta þinn elsk(andi) ónýtur faðir.
B. J. Gabríel.
A árunum 1869 til 1894 bjó á Melum Þorlákur Bergsveinsson. Hann átti
mörg böm og meðal þeirra var Ebeneser í Rúfeyjum og Sigríður tann-
smiður. Sonur Odds bónda sem dó þetta vor hét Guðmundur eftir afa
sínum Guðmundi Jónssyni, hreppstjóra á Hnúki. I Stóru-Tungu bjó þessi
ár Magnús Magnússon, sem síðar bjó á Hofakri. Kona hans hét
Guðbjörg Jónsdóttir og átti hún mörg börnfráfyrra hjónabandi og hefur
Benedikt verið að kenna þeim.
Ormsstöðum, 7. sept. 1879.
Elskuleg Gabríella mín!
Eg man nú ekki hvort þú átt hjá mér eitt eða fleiri bréf óborg-
uð, en hvort heldur sem er þakka eg þér hjartanlega fyrir hvað
þú hefir verið viljug að rita mér í seinni tíð.
Eg fór í sumar vestur á ísafjörð með fyrstu ferð Díönu í
miðjum júní og svo norður á Homstrandir og innum Djúp, útí
Hnífsdal og Bolungarvík, og var þá orðinn uppiskroppa með
meðul, því fór eg aptur með augustferð Díönu til Stykkis-
hólms, og þaðan jafnharðan híngað heim. Systmm mínum öll-
um leið vel þegar eg skildi þær fyrir vestan.
Hér á heimilinu varð sá sorgaratburður í vor þann 6. og 8.
júní, að húsbóndi minn Oddur Jónasson og elsti sonur hans á
20. ári dóu báðir, sá fyrrnefndi úr brjóstveiki og hinn úr
lúngnabólgu, og dugðu þar engin meðul, því drottinn einn er
herra lífs og dauða. Ekkjan Helga Guðmundsdóttir heldur
samt áfram búinu hér fyrir það fyrsta þetta ár, og lengur ef hún
getur; sömuleiðis held eg hér heimilisfangi mínu fyrst um sinn
til vorsins, og verð í vetur líka á 2ur öðmm bæjum, Stóru-
túngu og Melum til að kenna.