Breiðfirðingur - 01.04.1995, Síða 109
BENEDIKT GABRÍEL
107
Þó eg sé nú einsog fyrri daginn æði peníngalítill, sendi eg
þér hérinn lagt í convolutið 25 kr. af þeim 150 sem þú átt hjá
mér, og bið þig bæði að misvirða mér ekki hvað þetta er lítið,
og líka að umlíða mig með þolinmæði um þær 125 kr. sem þá
standa eptir, þangað til kríngumstæður mínar leyfa mér að
senda þér þær án að ganga of nærri bjargræði mínu.
Fyrirgefðu nú flýtirinn í þetta sinn og heilsaðu hjartanlega
mömmu þinni og stjúpa — honum skal eg skrifa línu seinna.
Eg vonast eptir fréttafróðri línu frá þér með næsta pósti ásamt
viðurkenníngu fyrir framanefndum skildíngum.
Þinn af hjarta alls góðs óskandi faðir
Bened. J. Gabríel.
Benedikt rœðir enn um kennslu sína og vill koma dóttur sinni í sveit og
hefur í huga Bœ í Hrútafirði, en þar bjó þá Sigurður Sverrisson sýslu-
maður.
Ormsstöðum, 14. jan. 1880.
Elskuleg dóttir góð!
Hjartanlega þakka eg þér þitt ágæta bréf frá 3. fm. og þvínæst
óska eg þér gleðilegs nýárs; og allra ólifaðra æfistunda. Eins-
og eg hef áður sagt þér máttu ekki reiðast mér eða undrast þó
eg ekki skrifi þér með hverri póstferð, því bæði er það að eg
opt og tíðum ekki er heima, eða þá, þó eg sé heima getur opt
hittst svo á að eg sé önnum kafinn um það leyti sem póstur
gengur, og í þriðja lagi er meir en dagleið frá mér á póst-
stöðvamar, og á eg ekki sem engum hef á að skipa alténd hægt
með að senda þángað; núna t. a. m. verð eg að fá gagngjört
mann með bréf mín inn að Hjarðarholti upp á minn kostnað.
Litlar vóru skemtanir nú hjá fólki um hátíðarnar, því bæði
gengu hér þá alstaðar veikindi svo fólk lá víða, en engir hafa
hér nálægt dáið, og svo voru mjög mikil illviðri, svo fólk ekki
gat farið til kirkju, sem opt þykir upplífgandi á hátíðum. A