Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 110
108
BREIÐFIRÐINGUR
nýársnótt var eg sóktur yfir 6 vikur sjáfar vestur í Hergilsey til
veikrar konu og fleiri manna þar í Vestureyum, það er í
Flateyjarhrepp. Þá skall á ofsa norðanbilur með dimmu kaf-
aldi og hörkufrosti, svo við urðum að snúa aptur í sömu lend-
ingu og þökkuðum Guði fyrir halda lífinu. Svo komustum við
áfram daginn eptir þó með vosbúð og harðfylgi. Mín hefir opt
verið vitjað hér í vetur því mjög hefir verið sjúkhalt. Nú verð
eg það sem eptir er vetrar á tveimur öðrum góðum bæjum til
að kenna börnum; (Stórutúngu og Melum).
Láttu mig vita hvort þú vilt fara 1 ár til reynslu á góðan
sveitabæ, eg hef helst hug á Bæ í Hrútafirði hjá sýslumanni
Sverrissen, þau hjón eru góðvinir mínir, og þar er eitthvert besta
heimili, þó langt sé leitað. Þó eg ekki geti sent þér mynd af mér
í þetta sinn, þá skal eg gjöra það seinna ef eg tóri, en þess bið eg
þig ef þú mögulega getur að senda mér mynd af þér elskan góða
með póstinum tilbaka. Nú hef eg í 2 daga verið að ríða Litfara
mínum hémmkring á bæina Dagverðames og Stórutungu, það
er góð og holl skemtun í góðu veðri og góðri færð.
Fyrirgefðu nú elskan góða þenna fréttalausa flaustursmiða.
Heilsaðu foreldrum þínum og lifðu ætíð eins og best getur
óskað og beðið þinn ónýtur Pabbi. Bened. J. Gabríel.
NB. Sendu mér ef þú getur 1 pela af góðum meðalaspíritus
úr Apothekinu, vel umbúinn og innsiglaðan, eg skal borga þér
hann seinna þinn sami elskandi faðir. B. J. G.
Þetta er síðasta bréfið frá Benedikt til dóttur sinnar og er síður en svo
neinn uppgjafatónn í bréfinu.
Ormsstöðum, 1. marz 1881.
Elskul(eg) dóttir mín!
Eg skrifaði þér bréf með pósti í vetur nokkm fyrir jólin, en hef
þó ekkert bréf frá þér síðan fengið en það getur verið á