Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
leiðinni. Mér líður við að tama sama er að kenna börnum og
lækna, en ekki get eg nú hér verið lengur og fer eg annaðhvort
eitthvað hér skammt í burtu ellegar þá vestur á Vestfirði, en
hvort heldur verður get eg ekki ennþá með vissu sagt, en í öllu
falli fer eg vestur í sumar eins og eg er vanur.
Hér hefir verið mesta harðindatíð í vetur og ákafleg frost og
Stykkishólmur allslaus, svo fólk er bæði matarlítið og kaffi-
laust, og tíðin yfirhöfuð leiðinleg. Nú er eg trúlofaður úngri og
efnilegri stúlku sem heitir Guðríður Jóhannesdóttir af Hjalta-
línsættinni, eg get ekki haldið það lengur út að stonnglast
[svo] svona einsamall ígegnum lífið; hún er mesta góðmenni,
lagleg og vönduð, þrifin og vel verki farin; eg legg hér innaní
4 kr. sem eg bið þig að gjöra svo vel og kaupa fyrir mig
laglega lokka handa henni, og veit eg nú samt að það er of
lítið, en eg skal borga þér með næstu póstferð það sem þeir
verða kynnu dýrari, en laglega vil eg hafa þá — einsog þú
getur nærri elskan mín, þó ekki séu þeir svo æði stórir, og bið
eg þig elskan mín góða að láta mér nú ekki bregðast þetta, því
eg reiði mig á það og að þeir komi með næsta pósti.
Eg hef nú bæði naumann tíma og er líka loppinn af kulda,
og bið eg þig því að fyrirgefa mér þetta flýtisrisp, sem eg enda
með þeim bestu óskum sem eg á til í brjósti mínu.
Þinn elskandi faðir.
Bened. J. Gabríel.