Breiðfirðingur - 01.04.1995, Qupperneq 115
GUÐRÍÐUR Á SPÁKELSSTÖÐUM
113
En móðir Jóns yngra í Tungu og kona Sigurðar Þor-
steinssonar í Hlíð var Guðlaug Pálmadóttir lögrjettumanns
á Breiðahólsstað í Sökkólfsdal og Ragnheiðar Eggertsdóttur
frá Snóksdal, Hannessonar s.st., Björnssonar s.st., er drukn-
aði 1615 og var sonur Þórunnar Daðadóttur Guðmunds-
sonar í Snóksdal. En Pálmi lögrjettumaður var Hinriksson
sýslum. að Innrahólmi, er andaðist 1638, Gíslasonar og Ingi-
bjargar Árnadóttur Gíslasonar sýslumanns á Hlíðarenda, og
er sú sætt rakin til Haukdæla.
Það hefur ekki verið vandalaust fyrir hina ungu heimasætu úr
Hörðudalnum að setjast í sæti húsfreyjunnar á Spákelsstöðum;
auk alls annars heimilisfólks voru þar fyrir fimm börn sem
hún hlaut að ganga í móðurstað, flest þeirra enn á ungum
aldri. í örfáum setningum segir Margrjet Jónsdóttir langa og
gifturíka sögu:
Heimili þeirra Jóns og Guðríðar á Spákelssstöðum þótti
vera fyrirmynd á margan hátt. Jón var vel greindur maður
og búhöldur góður, hygginn og ráðdeildarsamur. Fór hann
vel með allan búpening og átti ætíð nóg hey. Hann var 50
ára er hann giftist í seinna sinn, en Guðríður 34 ára. Þótti
brátt auðsjeð að hún var vel þeim vanda vaxin, er hún hafði
tekið að sjer, því hún var flestum kostum búin, bæði sem
eiginkona, stjúpa og móðir og bæði væn og skynsöm, stilt
og gætin, og alt vildi hún bæta og alstaðar koma fram til
góðs. Var hún því virt og elskuð, ekki einungis á heimili
sínu, heldur af nágrönnum, því allir vissu að hún átti ekki
minstan þátt í því hvað nágrennið var gott og friðsamt.
Manni sínum, sem varð heilsulítill mjög seinni árin, var hún
ástrík og umhyggjusöm og var þeim mjög samhent um alla
bústjórn og uppeldi barnanna, sem þau vildu vanda sem
best. Móðir sína, sem varð fjörgömul, hafði hún hjá sjer og
annaðist hana með mikilli ástúð og umhyggjusemi.