Breiðfirðingur - 01.04.1995, Síða 117
GUÐRÍÐUR Á SPÁKELSSTÖÐUM
115
Hún ólst upp með móður sinni að Geitastekk í Hörðudal og
víðar, þar til þær mæðgur fluttust til Kanada árið 1887.
Hin stóru sveitaheimili fortíðarinnar gegndu ótrúlega fjöl-
þættu hlutverki. Þar voru undir einu þaki heimili og skóli,
vöggustofa og dagheimili, elliheimili og sjúkrahús, vinnu-
staður og verknámsstofa. Og á þessari margþættu stofnun
gegndi sjálf húsmóðirin lykilhlutverki. Við höfum þegar feng-
ið að heyra hvernig Guðríður Jónsdóttir rækti móðurhlutverk
sitt og hvernig hún annaðist þá sem sjúkir voru og aldraðir.
Um fræðslu- og verknámsþáttinn segir Margrjet Jónsdóttir:
Systurnar hafa sagt mjer, að móðir þeirra kendi öllum
bömunum að lesa, byrjaði að sýna þeim stafina, er þau
komust á 6. árið, og sýndi þá oft á dag en aldrei nema lítið í
einu, en henni tókst ætíð að gera þau fluglæs 7 ára.
Samtímis fór hún að kenna þeim að taka lykkjuna, halda á
nál, fljetta bandspotta, tæja ull og kemba litla stund í einu,
en hún vandi þau á að halda sig að verkinu þessa litlu stund
og innrætti þeim snemma þetta. „Vinn þú á meðan vinna
ber, vík svo glaður að skemta þjer.“ Hún vann mjög vel alla
tóvinnu og kendi bömum sínum að vanda öll verk og þau
lærðu öll að vefa og jeg man hvað þar voru fallegar salúns-
ofnar ábreiður yfir öllum rúmum. Hver hlutur varð að vera
á sínum stað og hvert verk að vera unnið á rjettum tíma.
Afkomendur Guðríðar Jónsdóttur standa í mikilli þakkarskuld
við Margrjeti K. Jónsdóttur frá Hjarðarholti fyrir þá ágætu
heimild um húsfreyjuna á Spákelsstöðum sem hér var vitnað
til. Margrjet var fædd árið 1874 og því hefur hún verið í næsta
nágrenni við Guðríði öll sín uppvaxtarár og eflaust fylgst
grannt með högum hennar allt til æviloka. Jón Markússon
andaðist 23. febrúar 1888 á sjötugasta og öðru aldursári. Eftir
það stóð Guðríður sjálf fyrir búi í tíu ár, en árið 1898 tók
Guðbrandur sonur hennar við búskapnum.