Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 120
118
BREIÐFIRÐINGUR
hennar barn. Þetta lýsti sér meðal annars í því að þegar
systkini mín fóru á bæi eða í útreiðartúra, þá fengu þau
leyfi hjá pabba og mömmu. Þegar ég fór af bæ varð ég að
spyrja ömmu um leyfi. Ég man vel eftir einu sérstöku
tilfelli, þá fengu systkini mín fararleyfi en ég ekki, en þá
gekk pabbi í málið og allt féll í ljúfa löð að lokum.
Það er ljóst af allri orðræðu fóstru minnar að mjög hefur verið
kært með þeim nöfnum. Það var aðeins á allra síðustu árunum
að gamla konan var fastheldin á fararleyfin. Þá var eins og
hún mætti naumast sjá af nöfnu sinni og eflaust hefur hér bæst
við að þeirri eldri fannst hún bera ábyrgð á þeirri yngri, hvort
sem var á bæ eða af.
Amma var mjög guðrækin kona. Hún lagði mikla áherslu á
að lesnir væru húslestrar, en það gerði pabbi alveg frá því
ég fyrst man eftir mér; hún kenndi mér bænir og fylgdist
vel með því að ég færi með þær bæði kvölds og morgna.
Ekki má ég heldur gleyma öllum sögunum sem hún sagði
okkur og kvæðunum sem hún fór með fyrir okkur. í
rökkrinu á veturna sat hún á rúminu sínu, með mig í fang-
inu og systkini mín sitt hvorum megin við sig og fór með
kvæði og sögur.
Ég segi við fóstru mína að amma hennar hafi greinilega ekki
verið búin að fá nóg af að sýsla við böm, hafandi komið 12
börnum á legg, úr því að hún vildi taka að sér að annast hana,
þá orðin 74ra ára gömul. Þegar ég segi þetta minnir fóstra mín
mig á að bömin í kringum ömmu hennar hafi í rauninni verið
enn fleiri:
Þegar Anna systir ömmu minnar missti manninn sinn frá
mörgum ungum börnum tók amma að sér tvö af börnunum.
Það voru Kristján Markússon, sem síðar varð bóndi í Belgs-
dal, og Sigurður Markússon. Mér hefur verið sagt að
Kristján hafi þá verið 12 ára og Sigurður á fyrsta ári. Sig-