Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 122
120
BREIÐFIRÐINGUR
þennan heim og ekki er að efa að gamla konan hefur talið sig
bera ábyrgð á nöfnu sinni allt þar til hún stóð fyrir altarinu í
Hjarðarholtskirkju og var tekin í kristinna manna tölu. Á þeim
tíma var fermingin sá mikli vendipunktur, þegar börnin urðu
að fullorðnu fólki. Ártalið var 1920 og Guðríði Jónsdóttur
skorti aðeins tvö ár í nírætt.
I meira en hálfa öld hafði Guðríður Jónsdóttir sinnt stjúp-
börnum sínum, eigin bömum, systurbömum og barnabörnum
- auk allra annarra verka sem lífið hafði lagt þessari miklu
eljukonu á herðar. En um þetta leyti, eða kannske lítið eitt fym
var til þurrðar genginn sá rfkulegi skammtur af lífsþreki og
þrautseigju sem hún hafði hlotið í vöggugjöf. Hún hafði ekki
fótavist síðustu fjögur árin sem hún lifði og nú var hlutverkum
skipt á milli Guðríðar eldri og Guðríðar yngri. Nú kom það í
hlut Guðríðar yngri að endurgjalda ömmu sinni þá umhyggju
sem hún hafði notið hjá henni sem barn. En þó að gamla
konan fylgdi nú ekki lengur fötum, þá lét hún samt ekki verk
úr hendi falla. Hún hélt áfram að prjóna í róminu og Guðríður
yngri sat þá löngum á rúmstokknum og las fyrir ömmu sína.
Fóstru minni er enn í minni hvað þær báðar höfðu mikið yndi
af sögunum í „Þúsund og einni nótt“. „Jafnaðargeðið brást
henni aldrei“, segir fóstra mín að lokum, „ekki heldur á þess-
um síðustu erfiðu árum.“
Guðríður Jónsdóttir andaðist á Spákelsstöðum 22. nóvem-
ber 1923 91 árs að aldri. f Hjarðarholtskirkjugarði var hún
lögð til hinstu hvíldar, við hlið eiginmanns síns Jóns Mark-
ússonar. Eg kann því vel að vita af jarðneskum leifum lang-
ömmu minnar í Hjarðarholti, þeim stað sem er ef til vill
helgastur sögustaður Laxdælu. Sjálf var hún hetja sinnar tíðar,
þótt ekki verði um hana skrifaðar frægar bækur.
Skrifað í janúar 1994
Aths.: I grein þessari hef ég haldið mér við hinn eldri rithátt á bœjarnafninu og
skrifað „Spákelsstaðir“, m.a. til samrœmis við þœr eldri heimildir sem hér er
vitnað til. Nú mun vera algengara að rita „Spágilsstaðir“ og af ýmsum talið
réttara. S.M.