Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 137
Auðunn Bragi Sveinsson
Ljósar voru næturnar í Laxárdal
Um átthagaljóð Jóhannesar skálds úr Kötlum
Jóhannes úr Kötlum var einum áratug yngri en Jakob Smári,
fæddur 4. nóvember 1899 að Goddastöðum í Dölum. Fyrsta
ljóðabók hans kom út 1926 og bar heitið Bí, bí og blaka. Attu
síðan eftir að koma út bækur sem fullnuðu þetta kunna erindi,
svo og margar fleiri.
Jóhannes, sem var Jónasson, lauk prófi úr Kennaraskól-
anum árið 1921 og stundaði bamakennslu næsta áratuginn,
heima í Dölum og í höfuðstaðnum. En ritstörf stundaði hann
eftir það til æviloka, árið 1972. Þá hafði hann samið margt í
óbundnu máli, auk ljóðanna. Hann var ljóðskáld, skáldsagna-
höfundur, þáttahöfundur, þýðandi og útgefandi bóka af ýmsu
tagi. Jóhannes vann tvívegis verðlaun fyrir hátíðaljóð: 1930
og 1944.
í tveimur fyrstu ljóðabókum hans birtust ættjarðarkvæði og
kvæði um sveitina hans, Laxárdal. Eftir það kvað minna að
slíkum ljóðum, því að skáldið var þá orðið upptekið af þjóð-
félagsmálunum.
I ljóðinu Heima í fyrstu ljóðabókinni, Bí, bí og blaka,
minnist skáldið æskuáranna heima í dalnum sínum. Þar þekkir
það hverja þúfu að kalla og segir:
Hverja þúfu ég þekki,
hér ég þrá minni svala.
Við hvern hól og hvern hamar
vill nú hjarta mitt tala.