Breiðfirðingur - 01.04.1995, Síða 145
SUMARDÆGRIN SÓLSKINSHEIÐ
143
bænum að morgni hins 22. júní og ekin þjóðleiðin vestur.
Þegar farið er vestur Bröttubrekku, blasir Baula við á hægri
hönd. Hún er svipuð pýramída og er úr líparíti. Það veldur því,
að hún er ljósari en umhverfið og minnir helst á öskudyngju.
Menn segja, að hún sé alltaf að minnka undan fingurgómum
veðurs og vinda. Líklega tekst aldanna tönn smám saman að
leggja þessa svipmiklu fjalladrottningu að velli.
Brattabrekka er okkur, sem þjótum í bifreiðum um landið
þvert og endilangt, lítill farartálmi. Þó er ekki langt síðan hún
var talin erfiður og allhættulegur fjallvegur. Öðru hverju
sjáum við móta fyrir gömlum vegi, sem áður fyrr var
aðalleiðin milli Borgarfjarðar og Dala.
Ennþá sjást í hellum hófaförin,
harðir fætur ruddu braut í grjóti.
kveður Grímur Thomsen. En hvað verður það lengi? Fyrr eða
síðar hverfa einnig þau vegsummerki um aldalanga og stranga
lífsbaráttu, erfiða aðdrætti og ferðalög á klungróttu og vega-
snauðu landi. Svo kann að fara, að „tryggasti þjónninn" verði
aðeins notaður til skemmtunar, og liðni tíminn einn geymi
minningu um harða vist og oft illa hjá hrottalegum húsbænd-
um.
Fyrsti dalurinn, sem farið er um, þegar komið er í Dalina af
Bröttubrekku, heitir Suðurárdalur. Austan megin við hann er
hátt fjall og þverhnípt, er heitir Bani. Um hann hefi ég heyrt
þá sögu, að nokkrir skólapiltar - sumir segja vermenn - hafi
hrapað þar til bana fyrir löngu síðan í norðan stórhríð og
náttmyrkri, er þeir voru á heimleið vestur í Dali. I fjallinu
miðju er allstór skál eða hvilft. Þar er sagt, að Grettir As-
mundsson hafi leitað athvarfs um skeið, og heitir hvilftin
Grettisbæli.
Þegar við förum inn Miðdali, opnast fagurt útsýni yfir
grösugt undirlendi, og lengst í vestur sést út á Hvammsfjörð.
Á báðar hendur eru fjallranar. Þeir eru ekki háir en víða grasi
vaxnir, og niður þá falla smálækir, léttir og gáskafullir. Víða