Breiðfirðingur - 01.04.1995, Síða 146
144
BREIÐFIRÐINGUR
blasa við sumargrænir hvammar, hlýlegir og fagrir. Allt
undirlendið framundan hefur efalaust verið skógi prýtt í
fornöld, því að mörg örnefni eru þar kennd við skóg. Til hægri
handar rís fell eitt, hátt og mikið, Sauðafell. Undir því að
vestan stendur sögustaðurinn kunni, og dregur hann nafn af
fellinu.
Við sjáum í huganum flokk Vatnsfirðinga á leið heim að
Sauðafelli til þess að fara að Sturlu Sighvatssyni og drepa
hann. En eins og segir í Sturlungu, var hann ekki heima, er
þeir komu. Gengu þeir þá í skála í hinum mesta vígamóð og
hjuggu hvað sem fyrir varð, jafnvel konur og börn. Unnu þeir
þannig mörg svívirðileg níðingsverk. Enda mun för þeirra til
Sauðafells jafnan verða talin með ódrengilegustu aðförum
Sturlungaaldarinnar. Ef við gefum hugmyndafluginu lausan
tauminn, heyrum við tíðasöng Jóns biskups Arasonar, er hann
söng messu í Sauðafellskirkju 1550 og menn Daða í Snóksdal
komu að honum og handtóku hann og sonu hans. En Snóksdal
sjáum við ekki. Staðurinn er í hvarfi bak við svo nefndan
Bæjarháls. Þangað hefði vafalaust verið gaman að koma, en til
þess höfum við engan tíma.
Síðdegis erum við komin vestur í Búðardal, en þar átti
kórinn að hafa fyrstu söngskemmtun sína. Ungmennafélagið
„Ólafur Pái“ hafði búið honum rausnarlegar móttökur, og var
sest að kaffidrykkju í boði þess áður en söngurinn hófst.
Skammt fyrir ofan Búðardal er höfuðbólið forna, Hjarðar-
holt, þar sem Ólafur Pái setti bæ sinn. Þar er enn fagurt sem
forðum, þótt skógurinn sé horfinn. Fjallahringurinn er hinn
sami og blálygn fjörðurinn, og Laxá liðast niður dalinn rétt
við túnið. Ræktunarskilyrði eru þar mikil, og þar er vel búið
og reisulega. Fyrir sunnan ána, andspænis Hjarðarholti, eru
Höskuldsstaðir, bær Höskuldar Dalakollssonar. Vestan við
túnið er blómum skreyttur hvammur. Lítill lækur niðar þar og
hjalar við hófsóley. Ef hann fengi mál, mundi hann herma
okkur sorgleg örlög írsku konungsdótturinnar, Melkorku. I
hvamminum undi hún með syni sínum ungum og rakti honum
þætti úr dapurri ævi sinni. Tilfinningar hennar voru særðar og