Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 150
148
BREIÐFIRÐINGUR
vegurinn sums staðar utan í sjávarkömbum, og þarf lítið út af
að bera til þess að fólk og farkostur velti tugi metra niður í
fjöru. Landslag er fagurt og sérkennilegt inn með Króksfirði
að austan. Þá er og náttúrufegurð mikil fyrir botni Berufjarðar.
Þar er allmikið skógarkjarr, sem gefur umhverfinu einkar
aðlaðandi og hlýlegan svip. Það væri ómaksins vert að eyða
þar sumarleyfi fyrir þá, sem njóta fjölbreyttrar fegurðar láðs
og lagar. Þar söng kórinn í samkomuhúsi sveitarinnar. En
síðan var farið yfir að Hofsstöðum við Þorskafjörð. A þeirri
leið blasa Vaðalfjöllin við í norðaustri. Þau eru einkennilega
strýtumynduð og gnæfa eins og risar á verði yfir fjallgarðinum
og byggðinni. Alllangt fyrir innan Hofsstaði eru Skógar, þar
sem þjóðskáldið Matthías Jochumson fæddist og ólst upp.
Sumum þótti leitt að geta ekki séð æskustöðvar hans og
kynnst að nokkru umhverfinu, er átti drjúgan þátt í að móta
hug hans og lífsstefnu. En enginn tími var til þess.
Við stigurn um borð í flóabátinn „Baldur“ kl. tæplega tíu,
laugardagskvöldið 23. júní, og var þá ferðinni heitið út í Flat-
ey. Stafalogn var á og ágætt veður út Þorskafjörð og Breiða-
fjörð. Sjórinn lá fram undan eins og silfurlitað áklæði, ívafið
gullnum þráðum geislanna frá hnígandi sól. Eg held að þetta
yndislega júníkvöld gleymist okkur seint. Sólin var að ganga
til viðar og sló gullnum bjarma á vesturloftið. Er lengra leið á
kvöldið stafaði hún sindrandi geislaflóði á hafflötinn. Barða-
strandarfjöllin gnæfðu í bláma fjarlægðarinnar, er smádökkn-
aði og fölnaði eftir því sem næturhúmið færðist yfir. í austri
bar Klofningsfjallgarðinn, stóran og svipmikinn, við himin, og
hvert sem litið var, risu eyjar og sker eins og næturverðir upp
úr djúpinu. A sjónum létu máfar og aðrir sjófuglar berast fyrir
straumi, og við og við skaut selur kollinum upp úr vatns-
skorpunni.
Við fórum suður Sviðnasund, milli Sviðna og Skáleyja,
suður fyrir Svefneyjar, þar sem skáldið og náttúrufræðingur-
inn Eggert Ólafsson var fæddur, inn Flateyjarsund til Flat-
eyjar. Þangað komum við kl. tæplega tvö um nóttina, og var
þá fjöldi fólks mætt niðri á bryggju. Bak við það lá hlýleiki og