Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 156
Kristinn Kristjánsson
Upphaf skólahalds á Hellissandi
Kaflar úr lengri ritgerð
Lárus Skúlason
Sá maður sem mest kemur við sögu upphafsára bamaskólans
á Hellissandi er óumdeilanlega einn af þeim sem gerðust inn-
flytjendur frá Breiðafjarðarbyggð, en það er Láms Skúlason.
Fer hér á eftir frásögn Ingveldar Sigmundsdóttur skólastjóra
frá 1922, en hún kenndi við skólann í 21 ár, árin 1914-35.
Fyrsta barnakennsla á Hellissandi, eftir því sem gamalt fólk
hefur sagt mér, var þannig, að útróðrarmenn frá Breiða-
fjarðarbyggðum, sem aflað höfðu sér meiri menntunar en
almenningur, vom teknir í „húsrúm“ með þeim skilyrðum
að kenna börnum í landlegum.
Þá var það vorið 1883 að Lárus Skúlason, bóndi á Hálsi á
Skógarströnd, flutti búferlum á Hellissand. Hann hafði áður
verið útróðrarmaður þar sem fleiri Breiðfirðingar. Formaður
var hann og hafði ötull barist við öldur hafsins. Nú vildi
hann berjast við fávisku og framtaksleysi. „Mér hafði lengi,
er ég réri hér, ofboðið uppeldi barnanna," segir hann.
Stuttu eftir flutninginn fór Láms að halda skóla í stofu á
sínu eigin heimili Salabúð. Kennara fékk hann, ungan mann
frá Skógarströnd, Kristján Guðmundsson að nafni. Var hann
að búa sig undir skólagöngu við Latínuskólann og las með
kennslunni. Kristján var ágætur kennari, segir Lárus, og er