Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 165
UPPHAF SKÓLAHALDS Á HELLISSANDI
163
mestu leyti er samin eptir reglugjörð fyrir barnaskólann á
ísafirði frá 15. nóv. 1877, er prentuð er í Stjómartíðindum
með þeirri ósk vorri, að þeim mætti þóknast að staðfesta
hana fyrir barnaskólann á Sandi í Neshreppi utan Ennis.
Ólafsvík og Sandi 21. febr. 1889.
Virðingarfyllst
Helgi Arnason Lárus Skúlason
Brandur Bjarnason
Með þessu bréfi til stiptsyfirvaldanna fylgir uppkast að
reglugerð fyrir barnaskólann á Sandi, svo hljóðandi:
Reglugjörð
fyrir barnaskólann á Sandi íNeshreppi utan Ennis.
I
1. gr. Það er ætlunarverk skólans að gjöra börnin ráð-
vanda og siðferðisgóða menn og veita þeim þá þekkingu og
kunnáttu, að þau geti orðið nýtir borgarar í þjóðfélaginu.
2. gr. í skólanum má veita viðtöku sjerhverju barni í Nes-
hreppi ytri sem er fullra 7 ára að aldri og er þannig undir-
búið, sem nákvæmar er ákveðið í áætluninni um, hvað
kennt skuli í skólanum. Svo má og með þessu skilyrði taka
í skólann börn, er eiga heimili annarstaðar en í Neshreppi
ytri, að svo miklu leyti sem húsrúm leyfir.
3. gr. Skólanefndin skal í byrjun hvers skólaárs ákveða, í
hve margar deildir bömunum skuli skipt samkvæmt tölu
þeirra, kunnáttu og öðrum kringumstæðum.
4. gr. Sá tími, er börn almennt eiga að koma í skólann,
skal vera 1. dagur októbermánaðar, þó mega börn og koma
í hann um nýár, og má skólanefndin þar að auki leyfa að
tekið sje við þeim á öðrum tímum, þegar einhver sjerstak-
leg atvik eru fyrir hendi, t.a.m. vegna flutninga eða veik-
inda.