Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 166
164
BREIÐFIRÐINGUR
Þegar einhver óskar, að barn sje tekið í skólann, skal rita
um það skólanefndinni, og ákveður hún daginn, þá er barn-
ið skal prófa, ef það er á öðrum tíma árs en hin vanalegu
aðalpróf eru haldin, en þá skal inntökupróf barna almennt
fara fram.
5. gr. Foreldrar eða fjárhaldsmenn bama í Neshrepp ytri
skulu skyldir annaðhvort að láta böm sín ganga á barna-
skólann eður á annan hátt sjá fyrir, að þau fái þá kennslu í
bóklestri, trúbrögðum, skript og reikningi, sem sóknarprest-
urinn álítur næga. Nú sýna þeir mótþróa í þessu efni og
hafa þó hvað eptir annað verið áminntir, þá skal skóla-
nefndin hafa vald til að leggja á þá fjársektir eður á annan
hátt sjá um, að börnin fái uppfræðingu þá, sem þörf er á, en
fjársektirnar skulu vera frá 10 til 50 aurar eptir málavöxtum
fyrir hvern dag, sem hirðuleysi er sýnt. Hinar sömu daglegu
sektir skulu liggja við því, ef bam er tekið úr skólanum
fyrir lok vorprófs ár hvert án gildra orsaka, en skólanefndin
metur þær. Skulu sektirnar renna í skólasjóðinn og má taka
þær fjárnámi, en um fjárnám þetta og ógoldinn kennslueyri
skulu gilda sömu reglur og um fjárnám á öðrum sveitar-
gjöldum.
6. gr. Börnin skulu koma í skólann á ákveðnum tíma,
þokkalega og sæmilega búin, og hafa með sjer bækur og
annað, sem þau þurfa á að halda í skólanum. Þegar foreldr-
ar eður fjárhaldsmenn ekki hafa efni á að útvega börnum
sínum bækur, spjöld og annað, er þau þurfa á að halda í
skólanum, skal hreppsnefndin kaupa þetta handa þeim eptir
ákvörðun skólanefndarinnar.
7. gr. Böm, er hafa næm útbrot, mega ekki koma í
skólann fyr en þau eru heil orðin, en ef þau koma þangað
fyrri, á kennarinn þegar í stað að láta þau fara heim aptur og
jafnframt tilkynna þetta skólanefndinni, svo hún annist um
lækningu þeirra.
8. gr. Börn er hafa haft einhverja næma sýki, mega ekki
koma í skólann fyr en þremur vikum eptir að þau eru heil-
brigð orðin og sýkin er hætt í húsi því, er þau búa í.