Breiðfirðingur - 01.04.1995, Síða 167
UPPHAF SKÓLAHALDS Á HELLISSANDI
165
9. gr. Þeim bömum, er taka öðrum fram að góðri hegðun,
iðni og framförum má kennarinn með ráði skólanefndar
veita hæfileg verðlaun þeim til uppörvunar og tekst sá
kostnaður úr skólasjóði.
10. gr. Á hverjum degi skulu vera 5 kennslutímar í hverj-
um bekk, þó má skólanefndin stytta kennslutímann fyrir
yngstu börnin, svo hann sje 4 tímar á dag. Kennslan skal
venjulega byrja á morgnana kl. 10, þó skal skólanefndinni
með samkomulagi kennara heimilt að breyta því, að öðru
leyti skal kennslutímunum hagað á þann hátt sem ákveðið
verður í kennsluáætluninni.
11. gr. Eigi skal kennt í skólanum 4 síðustu dagana í
páskavikunni og eigi í desembermánuði eptir að lokið er
ársprófinu í skólanum, svo skal og vera 1 dags leyfi á und-
an prófi þessu, auk þess sem prófin að öðru leyti hafa í för
með sjer, að kennslan verður að hætta um stund. Sóknar-
presturinn má veita leyfi 1 dag í senn eður hálfan dag,
þegar sjerstakar ástæður eru til þess, en leyfi frá einstökum
tímum má kennarinn veita, þó ber skólanefndinni að gæta
þess að þetta sje ekki misbrúkað.
12. gr. í skólanum skal kennt frá 1. degi októbermánaðar
til 14. dags maímánaðar, þó má skólanefndin eptir kringum-
stæðum stytta skólatímann allt að mánuði.
13. gr. Þessar menntir skulu kenndar í skólanum: a,
trúarlærdómur, b, bóklestur, c, skript, d, reikningur (bæði á
spjaldi og í huganum), e, rjettritun, f, stutt landafræði, g,
ágrip af mannkynssögunni, einkum norðurlanda og sögu
íslands, h, leikfimi. Þar að auki má, að því leyti kringum-
stæður leyfa, veita tilsögn í þessum greinum: dönsku,
ensku, uppdráttarlist, náttúrufræði og söng. Það skal leyft
að börnum sem skortir gáfur til að nema, sje ekki kennt
annað en trúarlærdómurinn og að lesa og skrifa, eptir nánari
ákvörðun skólanefndarinnar.
14. gr. Á ári hverju skulu haldin tvö opinber próf, annað í
lok kennsluársins, en hitt í vikunni fyrir jól. Skal skóla-
nefndin hlutast til um að próf þessi sjeu haldin, og eptir því,