Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 168
166
BREIÐFIRÐINGUR
hvernig börnunum gengur í þeim, ákveður hún með ráði
kennaranna um flutning þeirra úr einum bekk í annan.
15. gr. Skólakennslan hættir, þegar börnin eru tekin til
fermingar, eður á annan tilsvarandi hátt bundinn endir á
trúarbragðauppfræðingu þeirra, ef þau hafa aðra trúarjátn-
ingu, eða þau við annaðhvort ársprófið í skólanum, að áliti
kennara og prófdómenda, sýna það, að þau sjeu orðin svo
vel að sjer, að þau eigi hafi veruleg not að njóta lengur
tilsagnar í skólanum. Kennarar skólans skulu gefa hverju
barni, þá er það fer alfarið úr skólanum, skriflegt skírteini
um, hvernig því hafi gengið í hinu síðasta prófi þar, og um
iðni og hegðun þess, meðan það var í skólanum.
II.
16. gr. Skólanefndin ræður kennara og semur um laun
þeirra ár hvert eptir kringumstæðum. Kennarar geta aðeins
þeir orðið, sem til þess hafa næga kunnáttu og hæfileika og
kunnir eru að reglusemi og siðgæði.
17. gr. Kennslan á að fara fram eptir áætlun, sem skóla-
nefndin ásamt yfirkennara semur fyrir hvert kennsluár.
18. gr. Hafi kennari húsnæði í skólahúsinu, skal hann
skyldur til að halda skólanum hreinum og leggja í ofna án
sjerstaks endurgjalds.
III.
19. gr. Stjóm skólans skal falin á hendur þriggja manna
nefnd. Skal sóknarpresturinn í Nesþingum ávallt vera odd-
viti nefndarinnar, ef hann er búsettur í Neshreppi ytri.
Nefndarmenn skulu kosnir á almennum safnaðarfundi ár
hvert, eptir sömu reglum og sóknarnefndarmennirnir, og
skal ávallt einn af nefndarmönnum vera kosinn gjaldkeri
skólans.
20. gr. Oddviti nefndarinnar kveður nefndarmenn til