Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 169
UPPHAF SKÓLAHALDS Á HELLISSANDI
167
fundar og skulu að minnsta kosti haldnir 4 fundir á skóla-
árinu. Hann ritar í gjörðabók og brjefabók nefndarinnar og
aðrar embættisbækur hennar, svo semur hann og brjef og
álitsskjöl fyrir nefndina.
21. gr. Skólanefndin á að hafa gætur á því, að farið sje
eptir öllu því, sem boðið er í reglugjörð þessari og skóla-
áætluninni, og skipar hún fyrir um reglu og aga í skólanum,
og að útrýmt verði svo framast er auðið öllu því, sem er til
tálmunar velferð skólans.
22. gr. Gjaldkeri skólans skal innan 14 daga eptir fardaga
ár hvert hafa gjört reikning yfir tekjur og gjöld skólans hið
liðna fardagaár. Reikningur þessi skal liggja almenningi til
sýnis á hentugum stað í 14 daga, og að því búnu skal nefnd-
in innan 14 daga hafa endurskoðað hann og lagt á hann úr-
skurð sinn. Svo skal og nefndin ásamt gjaldkera innan sept-
embermánaðar ár hvert hafa gjört áætlun um tekjur og gjöld
skólans fyrir næstkomandi skólaár, og skal gjaldkeri inn-
heimta kennslueyri og önnur ógoldin gjöld skólans, og
borga útgjöld hans.
23. gr. Fyrir miðjan septembermánuð ár hvert á prest-
urinn í Nesþingum að leggja fram í skólanefndinni lista yfir
þau börn í Neshreppi ytri, sem á því ári hafa endað 7.
aldursár og skal í þeim lista skýrt frá, hvort þegar sje búið
að taka þau inn í skólann, eður aðeins hafi verið boðað, að
þau ættu að koma í skólann. En sje þetta eigi svo, á nefndin
að leitast við að komast að raun um, hvort bamið utan skóla
fái þá uppfræðingu sem fyrirskipað er í reglugjörð þessari,
og, ef þörf er á, gjöra þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru
samkvæmt því sem fyrir er mælt í 5. gr. þessarar reglu-
gjörðar.
24. gr. Upphæð kennslueyrisins skal ákveðin í skólaáætl-
uninni, þó skal hann eigi fara fram úr 12 kr. um árið og 3 kr.
um einstaka mánuði fyrir börn, er heimili eiga í Neshreppi
ytri, og 20 kr. allt skólaárið og 4 kr. um einstaka mánuði
fyrir utansveitarbörn. Borgunin skal greidd fyrir fram fyrir
hvert hálft misseri. Þegar búið er að greiða borgunina,