Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 172
170
BREIÐFIRÐINGUR
sig, allt gerist með svipuðum hætti frá ári til árs. Mér finnst þó
rétt að gefa nokkuð ýtarlega mynd af skólahaldinu sem sýnis-
horn og hefi valið að taka útdrátt frá tveimur árum, þ.e. árun-
um 1900-1901 og 1908-1909, en síðamefnda skólaárið er það
ár sem ég enda frásögn mína af skólahaldi á Hellissandi. Upp-
haflega var það ætlun mín að enda frásögnina árið 1907, eða
það ár sem ný fræðslulög taka gildi, en skýrslur frá því ári
fyrirfundust ekki í Þjóðskjalasafni. Valdi ég því þann kostinn
að hverfa til ársins 1908-09.
Skólaárið 1900-1901
Skólinn var settur 1. október árið 1900 og stóð til 14. maí
1901. Þá var bömunum gefið frí til 16. s.m. Skólinn hefur því
staðið í fulla 7 mánuði og 18 daga betur.
Aðalprófið fór fram 16. og 17. maí árið 1901.
Prófdómarar voru sóknarpresturinn séra Helgi Arnason í
Ólafsvík og Láms hreppstjóri Skúlason á Sandi. Skólanum var
sagt upp þann 18. maí.
Á skólann gengu alls 34 börn. Kennslustundir voru 7 á degi
hverjum, eða 42 stundir á viku. Kennari var hinn sami og
undanfarin ár, Hallgrímur Jónsson. Bömunum var skipt í tvær
deildir, efri og neðri deild. I efri deild voru 17 börn og sami
fjöldi í neðri deild.
Lærdómsgreinar þær sem kenndar hafa verið í skólanum,
em þessar: lestur, kver, biflíusögur, skrift, réttritun, reikningur,
landafræði, náttúrusaga, um vínanda og tóbak, söngur og
danska.
Lestur: Kennsla 13 tímar í viku hverri, 2 tímar í efri deild
og 11 tímar í neðri deild. Bömin lásu stundum í Nýja testa-
mentinu, en stundum lásu þau „ný Kristileg smárit“. Öll börn
tóku þátt í lestrinum.
Kver: Kennsla 6 tímar í viku, 3 tímar í efri deild og 3 tímar
í neðri deild, þau lærðu kver Torv. Klaveness prests í
Kristjaníu. Kver séra Helga Hálfdánarsonar var kennt öllum