Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 173
UPPHAF SKÓLAHALDS Á HELLISSANDI
171
bömunum nema tveimur í neðri deild. 7 börn lærðu allt kver-
ið. Sum voru búin með trúarlærdóminn, en þau er skemmst
voru komin, voru aðeins komin í 4. kafla.
Biflíusögur: Kennsla 5 tímar í viku. Flest bömin lærðu
biflíusögur eftir Thorv. Klaveness prest í Kristjaníu sem Sig-
urður Jónsson íslenskaði. Sex börnin voru búin að læra allar
biflíusögurnar, nokkur voru komin að sögu kristilegrar kirkju
og sum aðeins búin með Gamla testamentið. Börnin voru
spurð út úr í hverjum tíma. Biflíusögur lærðu öll börnin í efri
deild og 16 í neðri deild, alls 33 börn.
Skrift: Kennt var 5 tíma á viku, 2 tímar í efri deild og 3
tímar í neðri deild. Börnin skrifuðu eftir forskriftum sem
kennarinn gerði, öll börnin lærðu skrift, bæði í efri og neðri
deild.
Réttritun: Kennt var tvo tíma á viku, einungis í efri deild.
Öll bömin í þeirri deild lærðu réttritun, alls 17. Kennslan fór
þannig fram, að börnin voru látin skrifa eftir fyrirlestrum
kennarans. Jafnframt var hver setning skýrð málfræðilega. Við
réttritunina voru hafðar til hliðsjónar „Ritreglur“ eftir Valdi-
mar Ásmundsson.
Reikningur: Kennt var 5 tíma í viku. Bömin reiknuðu á
spjald og líka var þeim kennt að reikna í huganum, líka var
þeim kennt að gera greinarmun á tölum og lesa úr þeim.
Reikningsbækur eftir þá séra Eirík Briem og Þórð J. Thorodd-
sen voru hafðar við kennsluna. Eitt barn var búið með
fyrripart af reikningsbók séra Eiríks Briems, en sum vom búin
með almenn brot, en sum aðeins með fjórar höfuðreglur. Öll
börnin lærðu reikning.
Landafræði: Kennt var 1 tíma á viku. Öll börnin í efri deild,
alls 17 lærðu landafræði, sérstaklega var lærður kaflinn um
ísland, meginland Evrópu, Mið-Evrópu að Austurríki og
Ungverjalandi, svo og um lögun og hreyfingu jarðarinnar og
um mannkynið. Við kennsluna voru höfð til skýringar bæði
jarðlíkan (Globus) og landabréf. Landafræði eftir Morten
Hansen var notuð við kennsluna.
Náttúrusaga var kennd tvo tíma á viku. Öll börnin í efri