Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 174
172
BREIÐFIRÐINGUR
deild lærðu náttúrusögu, alls 17. Fyrst var lærður kaflinn um
dýrin að „liðdýr“ svo og um jurtirnar og manninn. Sum börn,
þau er skemmst voru komin, lærðu fyrsta kafla dýrafræðinnar
að „fiskarnir“. Við kennslu í þessari námsgrein var höfð
náttúrusaga eftir Bjarna Sæmundsson.
Söngur var kenndur tvo tíma á viku, sinn tímann í hvorri
deild. Öll börnin tóku þátt í söngnum. Kennari var hinn sami
Hallgrímur Jónsson. Hljóðfæri: harmoníum var brúkað við
kennsluna. Söngbækur fyrir börn og byrjendur eftir Jónas
Helgason voru hafðar til notkunar við kennsluna.
Um vínanda og tóbak var kennt í 1 tíma á viku og lærðu
það öll bömin í efri deild og lærðu þau allt kverið. í tímunum
voru þau spurð út úr hverjum kafla. Þá var og skýrt enn frekar
fyrir börnunum, hve illar afleiðingar vín og tóbaksnautn hefur
yfir höfuð, bæði með sögulegum og lifandi dæmum er þau
sjálf áttu kost á að gjörskoða.
Danska var kennd í aukatíma í viku hverri og lærðu hana
aðeins tvö börn sem best voru orðin að sér í íslensku.
Kennslubók var „40 tímar í dönsku“ eftir Þorstein Egilsson.
Kennslan fór fram með samtölum og jafnframt með mál-
fræðislegum skýringum, svo voru bömin látin snúa skriflega á
dönsku æfingum þeim sem tímunum fylgja. Danska var kennd
einn og hálfan tíma á viku.
Daglega byrjaði kennslan þannig, að börnin lásu eftir röð
stutta bæn og var þá sunginn sálmur fyrir og eftir. Bama-
sálmar Valdimars Briem voru hafðir við bænagjörðina í
skólanum. Kennslan byrjaði daglega kl. 10 fyrir hádegi og
stóð til kl. 5 e.h.
Með þessari skýrslu um skólahaldið fylgir skýrsla um
aðalpróf (vorpróf) sem fram fór 16. og 17. maí. Prófað var í
öllum áðurnefndum kennslugreinum nema söng og kennslunni
um vínanda og tóbak.
Öll börnin gangast undir þetta próf, 17 í efri deild og 17 í
neðri deild. í efri deild voru 8 drengir á aldrinum 10-13 ára og
9 stúlkur á aldrinum 10-14 ára. Hæsta aðaleinkunn í efri deild
var gefin 5,37 og lægsta 3,83.