Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 177
UPPHAF SKÓLAHALDS Á HELLISSANDI
175
leiðis 8,0 og lægsta einkunn 3,0. Prófdómari er Ólafur Step-
hensen. Hann skrifar þá bréf til Stjórnarráðs Islands fyrir hönd
skólanefndarinnar og biður um ríflegan styrk til skólans.
Þetta sama ár gerir Ólafur Stephensen skýrslu til stjórnar-
ráðs íslands um menntunarástand og barnafræðslu í þeim fjór-
um hreppum sem hann var skipaður prófdómari í vorið áður.
Um ástand þeirra mála í Neshreppi segir hann:
Neshreppur utan Ennis. A Hellissandi er fremur gott skóla-
hús, loftgott og bjart. Kennsluáhöld eru þar, og aðalkenn-
arinn er gætinn maður, en vantar kennaramenntun. Síðari
kennarinn hefir skipstjórapróf. Virðist hann ekki illa fallinn
til kennslu, og höfðu yngri börnin haft góð not af tilsögn
hans. Yfirleitt voru bömin á Sandi vel að sjer, siðsöm og
reglusemi var í skólanum. Hreppurinn er eitt skólahérað og
getur verið það vegna vegalengdar. Nokkur börn höfðu eigi
gengið í skólann í ár, og var þeim sumum ábótavant.
I lok skýrslu sinnar segir Ólafur frá viðhorfum fólks til skól-
anna og nýju fræðslulaganna. (Hér talar hann almennt um
hreppana fjóra sem hann var prófdómari í).
Hugsunarháttur manna virðist samt vera að vakna, hvað
bamafræðslu snertir, þó jeg yrði var við þá ramskökku
skoðun, að þar sem skóli væri kominn, þyrftu heimilin
ekkert að hugsa um börnin, þegar þau væru á skólann
komin, að jeg ekki nefni það, að foreldrar eða aðstandendur
barna vildu telja mjer trú um, að börnin væru svo heimsk,
að þau gætu ekkert lært og svaraði ekki kostnaði að vera að
troða í þau. En sem betur fer er þetta ekki almennt, og er að
kafna.
Fræðslulögin nýju, eru flestum óþekkt hjer, öðruvísi en
nokkurskonar grýla, sem óframkvæmanleg, en er jeg hafði
átt tal við menn um þau, virtust flestir gætnari menn komast
á þá skoðun, að þau væm ekki kröfuhörð um of.