Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 179
Friðjón Þórðarson
Hjónaminning:
s
Guðrún og Oskar Bjartmarz
Breiðfirðingafélagið í Reykjavík er komið hátt á sextugsaldur.
Það var stofnað 17. nóvember 1938. Starfsemi þess hefur
gengið í bylgjum, eins og verða vill, en þó alltaf haldið áfram.
Hún hlýtur því að vera byggð á alltraustum grunni. 1 hópi
þeirra, sem stofnuðu félagið, voru margir dugmiklir hugsjóna-
menn, sem voru reiðubúnir til að leggja fram alla krafta sína í
þágu lands og þjóðar og heimabyggðanna við Breiðafjörð.
Einn af þessum frumherjum var Óskar Bjartmarz. Hann lést
15. júlí 1992 og hafði þá lifað hundrað ár og nær einu betur. A
engan er hallað, þó að fullyrt sé, að hann hafi lagt einna mest
af mörkum í þágu félagsins frá stofnun þess, meðan kraftar
entust. Það er því bæði rétt og skylt að minnast þessa góða
félaga nokkrum orðum í Breiðfirðingi.
Óskar fæddist á Neðri-Brunná í Saurbæ í Dalasýslu 15.
ágúst 1891. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guðmundsdóttir og
Bjartmar Kristjánsson, bóndi. Þau bjuggu á Manheimum á
Skarðsströnd 1903-1906, síðan í Búðardal og Stykkishólmi
og á Kvennabrekku í Miðdölum, en þaðan fluttust þau til
Reykjavrkur 1923. Óskar og bræður hans tveir, Ástmann, síð-
ar skipstjóri í Boston og Kristján, verslunarmaður og oddviti í
Stykkishólmi, tóku allir upp ættarnafnið Bjartmarz.
Óskar byrjaði snemma að vinna hörðum höndum til sjós og
lands og gekk vasklega að hverju verki. Hann stundaði m.a.
sjósókn á Suðurnesjum um skeið. En hann var líka námfús og