Breiðfirðingur - 01.04.1995, Side 180
178
BREIÐFIRÐINGUR
félagslyndur. Hann varð gagnfræðingur frá Flensborg 1913.
Árið 1920 hóf hann störf á Löggildingarstofunni í Reykjavík
og vann þar yfir 40 ár, forstöðumaður frá 1. janúar 1925. Hann
var einn af stofnendum Ferðafélags Islands, Hestamanna-
félagsins Fáks, Fjáreigendafélagsins o.fl. Hvarvetna hlóðust á
hann trúnaðarstörf. Hann var t.d. lengi aðalræsir Fáks. - I
þessum félögum var hann gerður að heiðursfélaga og sæmdur
gullmerki Ferðafélagsins. - Ef gera ætti ævistarfi Oskars full
skil, yrði það efni í stóra bók. Hann var sannur ræktunarmaður
og bóndi að upplagi, sem unni átthögum sínum, sögu og
ættararfi. Hestamaður góður og fjármaður. Aðalstarf hans
lagði honum á herðar ferðalög um landið þvert og endilangt.
Þó að þessar ferðir væru oft erfiðar meðan farnar voru á hest-
um eftir troðningum og vegleysum, yfir ár og vötn, gáfu þær
mikið í aðra hönd í verðmætum, sem aldrei falla í gengi.
En það er ekki hægt að skrifa mörg orð um Oskar Bjart-
marz án þess að minnast konu hans. Hún hét Guðrún og var
fædd 4. september 1901. Foreldrar hennar voru Björn Bjarnar-
son og Guðný Jónsdóttir á Sauðafelli í Miðdölum. Bjöm var
sýslumaður í Dalasýslu 1891-1914 og alþingismaður Dala-
manna 1900-1908. Hann var hinn merkasti maður í mörgum
greinum, m.a. var hann einn af aðalforgöngumönnum að
stofnun Náttúrugripasafnsins 1889 og Hins íslenska náttúru-
fræðifélags og stofnandi Listasafns Islands 1885.
Oskar og Guðrún gengu í hjónaband 1929 og bjuggu í 46 ár
á Bergstaðastræti 21 í Reykjavík. Heimili þeirra var rómað
fyrir gestrisni, alúð og góðvild. Þau eignuðust fjóra sonu. Þeir
eru þessir: Björn Stefán f. 17. maí 1930, maki Helga Elsa
Jónsdóttir f. 16. ágúst 1931. Þau eiga 4 börn. - Gunnar f. 22.
október 1931, maki Sólveig Steindórsdóttir Hjaltalín f. 2.
október 1927. Þau eiga 6 dætur. - Hilmar f. 25. nóv. 1934,
maki Þórdís Katla Sigurðardóttir f. 21. nóvember 1935. Þau
eiga 3 börn. - Freyr f. 10. marz 1938, maki Margrét
Hjálmarsdóttir f. 26. maí 1938. Þau eiga 4 börn.
Þó að heiðurshjónin Guðrún og Óskar ættu heimili í miðbæ
Reykjavíkur og væru þar góðir og virtir borgarar, leitaði