Breiðfirðingur - 01.04.1995, Page 184
182
BREIÐFIRÐINGUR
og eiga þakkir skildar fyrir það. Ritið er nú fáanlegt í heild
sinni frá upphafi útgáfu. Breiðfirðingabúð hefur verið leigð til
árshátíða- og veisluhalda og hafa umsjónarmenn hússins unn-
ið starf sitt af alúð og eiga þeir þakkir skildar fyrir vel unnin
störf.
Aðalfundur félagsins var haldinn 22. febrúar 1994. Mættir
voru 36 félagar. Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf.
I stjórn félagsins voru kjörnir: Sveinn Sigurjónsson formað-
ur, Benedikt Egilsson varaformaður, Hörður Rúnar Einarsson
gjaldkeri, Björk Magnúsdóttir ritari, Björn Pálsson varagjald-
keri, Sigurveig Ebbadóttir vararitari og Valdimar Gestsson
spjaldskrárritari. í varastjórn voru kjömir: Júlíana Osk Guð-
mundsdóttir, Gyða Þorsteinsdóttir og Bryndís Guðmundsdótt-
ir.
Endurskoðendur: Haraldur Finnsson og Sigvaldi Þorsteins-
son.
Varaendurskoðendur: Eggert Kristmundsson og Ulfar
Reynisson.
Kjörnefnd: Sigvaldi Þorsteinsson, Sigurjón Sveinsson og
Halldór Guðjónsson.
Hinrik Hinriksson og Gísli Guðmundsson gáfu ekki kost á
sér í stjóm þetta árið og eru þeim þakkir færðar fyrir vel unnin
stjórnarstörf síðustu ára.
Félag breiðfirskra kvenna færði félaginu að gjöf örbylgju-
ofn í eldhúsið. Auk þess hafa þær séð um kaffiveitingar á degi
aldraðra, svo og á aðalfundi og allt gert með myndarbrag sem
ber að þakka sérstaklega.
Árgjaldið fyrir árið var samþykkt óbreytt kr. 700,- fyrir
félaga sem voru í upphafi árs 298 talsins. Á aðalfundi gengu
inn 10 nýir félagar.
Stjórnin hélt sex stjómarfundi á starfsárinu svo og fundi
með skemmtinefnd, en skemmtinefnd hefur staðið ötullega að
framkvæmd og undirbúningi skemmtanahalds. Starfsemin í
félagsskap okkar ræðst af góðri samvinnu og áhuga á félags-
starfi. Allir þeir sem tekið hafa virkan þátt í starfinu, sýnt
áhuga á því sem við erum að gera eiga þakkir skildar fyrir