Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 16
14
BREIÐFIRÐINGUR
Einar G. Pétursson
VITLEYSA Á KREIKI
Fjárdauðinn á Skarði á Skarðsströnd
veturinn 1865
Veturinn 2004 til 5 urðu allmiklar umræður um miltisbrand og
þá hættu, sem stafað getur af þeim sjúkdómi fyrir menn og
skepnur, einkum sökum þess að sjúkdómurinn getur lifað í
jörðu öldum saman.
Helsta yfirlit um þennan sjúkdóm á íslandi er grein eftir Pál A.
Pálsson fyrrum yfirdýralækni: „Miltisbruni (miltisbrandur) á
Islandi“, sem birtist 1996 í Bók Davíðs, rit til heiðurs Davíð
Davíðssyni. Þar segir svo um elstu tilfelli þessarar veiki (s. 545):
Flestum heimildum ber saman um, að miltisbruna hafi fyrst
orðið vart hér á landi árið 1865 að Skarði á Skarðsströnd,
þar sem á annað hundrað fjár drápust frá miðgóu til miðs
einmánaðar af völdum sjúkdómsins. Arið eftir kom miltis-
brandur upp í Miðdal í Mosfellssveit.
Sama grein er birt stytt og endursögð í ritinu Dýralœknatal,
Búfjársjúkdómar og saga, sem út kom 2004. Nú er það svo, að
yfirlitsrit byggja oftast aðeins á fyrri rannsóknum. Þess vegna
getur verið ástæða til að kanna hvaða heimildir og rök liggja
fyrir staðhæfingum á einstökum atriðum. Markmið þessarar
samantektar er að gera grein fyrir heimildum um fjárdauðann á
Skarði á Skarðsströnd veturinn 1865 og athuga hvað hæft er í
því að telja að þar hafi verið um miltisbrand að ræða.