Breiðfirðingur - 01.04.2009, Qupperneq 18
16
BREIÐFIRÐINGUR
ritaskilum til íslands vorið 1997 og eru nú varðveitt í
Arnastofnun.
Séra Eiríkur Kúld prestur í Helgafellssókn sagði í bréfi til
Jóns Árnasonar 16. mars 1865:
Fjárhöld eru víðarst með besta móti, nema hvað bráðapest
hefur sumstaðar meira og minna gjört vart við sig, þó hvergi
eins mikið og á Skarði á Skarðsstönd hvar dauðir \þannig\
er 110 roskið fé.
Samkvæmt þessu bréfi hefur í lok góu langmestur hluti fjárins
sem drapst á Skarði 1865 verið dauður, og er það svipuð
tímasetning og hjá Guðlaugi á Heinabergi.
Séra Þorleifur Jónsson í Hvammi skrifaði til Jóns Ámasonar
22. mars 1865:
Bráðasótt á sauðfje hefur hér og þar stungið sér niður, en þó
með vægð, nema hjá kammerráði C. Magnusen á Skarði,
sem mun vera búinn að missa um 100 ær, sem mér verður á
að kalla úr „miltebrand".
Þótt bréf Þorleifs sé skrifað seinna, er ekki þar með sagt, að
vitneskjan frá honum sé yngri, því að samgöngur sjóleiðis
af Skarðsströnd út í Stykkishólm voru oft auðveldari heldur
en landleiðis milli Skarðs og Hvamms. Annars fékkst séra
Þorleifur í Hvammi nokkuð við lækningar, en ekki hefur
sjúkdómsgreining hans verið viðurkennd í Þjóðólfi. Þar er
elsta heimildin á prenti um þennan fjárdauða 17. maí 1865,
bls. 117:
Hið einstaklega fjárhrun að Skarði á Skarðsströnd hjá C.
Magnusen kammerráði, þar sem hrundu niðr um 120-
140 fjár á 4 vikna tíma, frá miðgóu til miðs einmánaðar,
ætla menn að hafi ekki verið úr bráðapest, heldr einhverri
annari fjárdrepsótt sem hér mun óþekt með þeim
aðförum; það var tvent eptirtektarvert við drepsótt þessa,
eptir því sem oss hefir verið skýrt frá, fyrst það, að kindin
kastaðist niður og var steindauð á augabragði eins og þá
menn verða bráðakvaddir af niðrfallssýki eða „krampa-