Breiðfirðingur - 01.04.2009, Side 20
18
BREIÐFIRÐINGUR
Rústir af eldri fjárhúsunum á Húsatúninu á Skarði á Skarðsströnd.
að nokkuð er sagt frá Þorvaldi Sivertsen í Hrappsey. Eins og
lýsingin á innihaldi bendir til er m. a. nokkuð sagt frá Kristjáni
Magnusen, sonarsyni Magnúsar Ketilssonar. Hér á eftir kemur
fram, að séra Friðrik skrifaði þetta 1872, sjö árum eftir að
atburðir gerðust. Aftur á móti er Úr fylgsnum fyrri aldar skrifað
síðar eða á árunum 1875-1880, þótt ekki muni miklu eða breyti
um heimildagildi.
í Lbs. 937, 4to er margt sameiginlegt fyrrgreindri bók séra
Friðriks en einnig ýmislegt sem ekki er þar. Hér langur kafli um
Kristján Skúlason Magnusen og þar segir s. 226:
Þessa hey- og bjargræðisvöntun Kristjáns á vorin kölluðu
sumir búhnykki; því allt dró hann í peninga og jarðagóts og
var hinn mesti fédráttarmaður, og hét so að tvö höfuð yrðu
honum á hverri skepnu utan um veturinn 1865 þá kom so
mikil bráðapest í ær hans, að nærstum var hann búinn að
missa þær allar, kom hann þeim 30 sem lifðu af bænum,
innað Gröfum, að ekki dræpust þær heima. En reyndar stóð
svo á fjársýkinni, að strákur hjá honum, er Guðmundur hét,
sonur Helgu Þorláks ekkju ..., hengdi kindumar, og veturinn
eftir var hann með móður sinni og Jóni Bergssyni í