Breiðfirðingur - 01.04.2009, Side 21
BREIÐFIRÐINGUR
19
Rústir af yngri fjárhúsutium á Húsatúninu á Skarði á Skarðsströnd.
Ólafseyjum og þar drápust lömbin yfir 40, og fjárhús 2
hrundu niður, er allt þótti með ókennilegum hætti.
Maður hét Magnús að auknefni Móberg, er verið hafði
smali hjá Kristjáni, var hann í aðra ætt kominn af Skeggja
Halldórssyni, ... , er menn sögðu afkomara Axlar-Bjarnar.
Magnús var illhryssingur í geði eins og móðurfrændur hans
höfðu verið, og skildi hann vist sína með Kristjáni í illu
skapi, fór útá Fellsströnd og deyði þar. Veturinn 1865 kom
Jóhann pávi af Vestfjörðum ... úr ísaf(jarðar) s(ýslu). Var
málefnið um kindadauðann borið undir hans álit af Kristjáni,
því hann hélt hann bæri skyn á galdra, og lét hann stundum
spá fyrir sér, en Jóhann var sérvitringur, greindur og
hagmæltur, mikill af sjálfum sér og drykkfelldur og raup-
samur, þóttist kunna galdra en vissi ekkert til þeirra. Lét
hann á sér heyra að Erlendur gamli Geirmundastaðadraugur
og reikur Móbergs mundu valdir af kindadauðanum so að
annar tæki fyrir hálsinn á kindonum, en annar fyrir nasirnar;
um sumarið eftir lét Kristján rífa og færa öll fjárhúsin. 1866
en sama árið komst upp um strákinn Gvend, að hann hefði
skorið og flegið snoppu á nokkrum kindum, eins og þær
væru dýrbitnar svo þeim varð að slátra, en hann komst í mál,