Breiðfirðingur - 01.04.2009, Side 24
22
BREIÐFIRÐINGUR
ekki að drengurinn hafi verið valdur að fjárdauðanum mikla á
Skarði. Glögglega kemur fram í yfirheyrslunum að drengurinn
var aðeins 16 ára og allslaus og því var ekkert hægt af honum
að hafa. Rétt er einnig að minnast að séra Friðrik hafði enga
hagsmuni af því að vera hlutdrægur og halla hér réttu máli. Ur
fyrrnefndum dagbókum Guðlaugs Daðasonar eru nú glataðir
þeir dagar þegar yfírheyrslurnar voru, en þar hefði getað komið
fram staðfesting á orðum séra Friðriks.
Hvað töldu menn þetta vera ?
Ýmislegt var skrifað um miltisbrand á 19. öld sem eðlilegt var,
en hvergi er getið að fjárdauðinn á Skarði hafi verið af völdum
miltisbrands. Má þar nefna, að Snorri Jónsson dýralæknir
skrifaði um miltisbruna í stórgripum í tímaritið Sœmundurfróði
1874. Þar er elsta tilfelli þeirrar veiki talið vera í Miðdal í
Mosfellssveit árið 1866, en Snorri skoðaði það sjálfur.
Fíér er rétt að vitna til kvers, sem Jakob Sigurðsson prestur
á Sauðafelli í Dölum gaf út 1882 og heitir: Nokkur orð um
almennar heilbrigðisreglur, meðöl og meðala brúkun og um
miltisbrand og bráðapest. Það sem um miltisbrand er einkum
þýðing úr þýskri dýralækningabók, en áður stendur (s. 22):
... og hjer á landi (íslandi) hefur hún stundum stungið sjer
niður á hrossum og nautpeningi, og svo er sóttnæmi þetta
eitrað, að hafi það komizt í kaun eða opin sár á mönnum,
sem gjört hafa til skepnurnar, þá hefur það orðið þeirra
bani.
Hér getur Jakob ekki um að miltisbrandur hafí stungið sér niður í
sauðfé og hann hefur því ekki talið ijárdauðann á Skarði af hans
völdum. Til staðfestingar á því má einnig nefna, að íyrsti hluti
þýðingarinnar nefnist: „Einkenni veikinnar á sauðíje.“
Þorvaldur Thoroddsen getur í III. bindi af Lýsingu íslands 1919
(s. 415) um fjársýkina á Skarði eftir fyrmefndri grein í Þjóðólfi.
Hann telur hana með ókenndum sjúkdómum í sauðfé og getur
sérstaklega um miltisbmna á öðmm stað í sömu bók (s. 277).