Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 28
26
BREIÐFIRÐINGUR
Á næstu árum á eftir að Kjartan leiddi vatnið í húsið man ég
að ég ræddi þetta við hann og hann sagðist þá helst halda, að
gröf gripanna sæist framan við tóftina, fremst í húsaröðinni, en
þar framan við sagði hann að lækur hefði runnið upp við
brekkuna, sem fyrr var nefnd. Þeim læk hefði síðan verið veitt
annað, upp fyrir túnið, en niður undir læknum sagði hann að
gamla fjósið hefði verið. Þarna var jarðvegur að síga og í ljós
kom ferhyrnd gröf nokkuð stór, en ekki sást hún, þegar hann
var að grafa fyrir vatninu. Líklegt er að rifbeinin hafi farið að
fúna í stórgripunum og þess vegna hefði grafarstæðið sigið og
útlínur grafarinnar komið í ljós.
II.
Fyrir mörgum árum var ég að leita í skjölum Vesturamtsins að
fjallskilareglugerð fyrir Dalasýslu, en ekki fannst hún í það
skiptið, en aftur á móti skrifaði ég hjá mér tilvísun. Haustið
2004 þegar miltisbrandurinn kom til umræðu, rifjaðist þetta
upp fyrir mér og leitaði upp skjölin í Þjóðskjalasafni, sem höfðu
númer 2748 í fyrmefndu skjalasafni Vesturamtsins. Verða nú
nokkur meginatriði úr skjölunum rakin og einkum þau, sem
auka við vitneskju þá sem að framan greindi.