Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 31
BREIÐFIRÐINGUR
29
frá hreppstjóranum í Fellsstrandarhreppi og miðuðu þær að
því að hefta útbreiðslu veikinnar, en menn óttuðust „að hún
ef til vill sje hinn svokallaði ‘miltisbrandur’“. Verða nú rakin
meginatriði reglnanna.
I 1. grein stendur: „Bóndanum Lárusi Þorgeirssyni í
Stóragaltardal ber að halda eptirlifandi stórgripum sínum
stranglega aðskildum frá stórgripum nágranna sinna og gæta
þess vandlega, að þeir eigi fari inn í landareign þeirra.“
Öllum í hreppnum bar „að annast um, að stórpeningur þeirra
ekki komi í landareign Stóra-Galtardals.“
2. grein hljóðar:
Lárusi bónda Þorgeirssyni ber enn fremur tafarlaust að láta
brenna eða bræla vel og vandlega nokkrum sinnum
kindahornum í fjósi sínu og á meðan byrgja á því glugga og
gættir allar; að öðru leyti skal hann hið allra fyrsta að unnt
er fá áreiðanleg varnarlyf úr lyfjabúðinni í Stykkishólmi eða
annarstaðar frá og viðhafa þau eptir fyrirsögn hlutaðeigandi
hjeraðslæknis eða lyfsala.
3. grein hljóðar:
Flúðirnar af hinum dauðu nautgripum ber að varðveita vel
og vandlega, þangað til öðruvísi kann að verða skipað fyrir
um þær, svo að þær eigi geti orsakað útbreiðslu sýkinnar.
Alla þá staði, er hinum dauðu eða sjúku gripum hefur verið
slátrað ber að hreinsa svo vandlega sem unnt er, annaðhvort
með því að brenna jarðsvörðinn, eða bera yfir hann heita
ösku og stökkva síðan eða strá yfir sóttvamandi meðulum.
í 4. grein er „bannað að neyta kjöts ... innýfla ... af hinum
dauðu nautgripum“. Og 5. grein er um eftirlit hreppstjórans í
Fellsstrandarhreppi „að reglum þessum sje vandlega og
samviskusamlega hlýtt“.
Ekki hefur verið gott að fylgja eftir öllum greinum þessara
reglna, því að á Galtardal sækja mikið hestar frá næstu bæjum
og geta kunnugir menn enn þann dag í dag staðfest eftirfarandi
orð um Stóra-Galtardal í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls