Breiðfirðingur - 01.04.2009, Síða 33
BREIÐFIRÐINGUR
31
Landlæknir ræddi um sóttnæmi veikinnar, meðferð og varnir
við útbreiðslu.
Strax daginn eftir eða 1. apríl skrifaði amtmaður sýslumanni
Dalasýslu og sagðist samþykkur ráðstöfunum hans. Amtmaður
sagðist hafa leitað álits landlæknis og fylgdi eftirrit af svari
hans. Þar var skipað svo fyrir „að hinum bráðdauðu skepnum
sé eytt, að bannað sé að hafa þær til manneldis“. í framhaldi af
þessu sagði í bréfinu: „Ef ráðstafanir ... baka þeim sem hlut
eiga að verulegt fjártjón ... verður þá síðar tekið til álita hvort
að sannaður skaði ... skuli greiðast af því fé sem amtsráðið
hefir til umráða útaf heilbrigðismálum.“
Aftur á móti sagði í bréfi amtmanns um bætur:
... þá virðist hin almenna regla að hljóta að vera sú að
endurgjald sé veitt fyrir það tjón sem ráðstafanir til að varna
sýkinnar útbreiðslu til annara hafa í för með sér, en eigi fyrir
þann skaða, sem einstakur maður kann að verða fyrir af því
að fénaður hans sýkist, drepst, verður eigi hæfur til matar
eða hús þarf að brenna fyrir pestnæmi.
Næst er eftirrit af bréfi frá 11. maí sem lögreglustjórinn í Dala-
sýslu hefur sennilega sent hreppstjóranum í Fellsstrandarhreppi.
Þar er vitnað í bréf frá amtinu og í samræmi við það
mælt svo fyrir að skipað yrði að gjöreyða leifum hinna
bráðdauðu skepna, en bannað að hafa þær til manneldis
... Fyrir því er hjer með lagt fyrir bændurna Lárus
Þorgeirsson og Helga Bjarnason í Stóra-Galtardal og
Hákon Oddsson á Kjallaksstöðum að eyða sem fyrst að
unnt er öllum leyfum af hinum bráðdauðu stórgripum,
er þeir enn kunna að hafa óeyddar, annaðhvort með því
að brenna þær upp í eldi, ellegar að grafa þær í jörðu
niður svo djúpt, að tryggt sje fyrir, að þær ekki geti
blásið upp aptur og vakið sýkina upp á ný.
Einnig er mælt fyrir að standa skuli „reglur þær, er settar hafa