Breiðfirðingur - 01.04.2009, Síða 36
34
BREIÐFIRÐINGUR
Meginatriði og niðurstaða
Sigurður Sigurðarson dýralœknir merkir miltisbrandsgröfina íStóra Galtardal sumarið
2005. Ólöf Halldórsdóttir fylgist með.
Nú eru aðstæður fyrir því að við Ólafur bróðir minn getum bent á
staðinn, þar sem miltisbrandsgripimir í Stóra-Galtardal em að öllum
líkindum grafnir á ýmsan máta mjög hagstæðar. Þegar grafið var
fyrir vatninu í Galtardal var rifjað upp, að þar hefðu verið grafnir
gripir, sem drepist hefðu úr miltisbrandi, því að þá gat þetta skipt
máli. Á þeim tíma var á lífi Ólafur Pétursson (1863-1955), faðir
Kjartans, og afi okkar Ólafs. Hann kom að Stóm-Tungu 1897, sem
er næsú bær við Stóra-Galtardal, og gat hann því haft af því spumir
að í Stóra-Galtardal hefðu drepist gripir úr miltisbrandi og hvar þeir
hefðu verið grafnir. Einnig er ekki víst, að náttúrulegar ástæður
hefðu á öðmm bæjum leitt í ljós, hvar slíkar grafir em.
Hefði vatn ekki verið leitt inn í Stóra-Galtardal og Kjartan hefði
ekki talið sig hafa séð þess merki, hvar gripimir hefðu verið grafnir,
hefði enginn neina hugmynd um hvar gripimir, sem drápust úr
milúsbrandi í Stóra-Galtardal, hefðu getað verið grafnir og jafnvel
enginn vitað um að þar hefðu drepist gripir úr miltisbrandi.