Breiðfirðingur - 01.04.2009, Blaðsíða 37
BREIÐFIRÐINGUR
35
Eftirmáli
Sumarið 2005 voru að frumkvæði Sigurðar Sigurðarsonar
dýralæknis þeir staðir merktir þar sem kunnugt var um að
grafnir hefðu verið gripir, sem höfðu drepist úr miltisbrandi.
Settum við Sigurður slíkt merki í Stóra-Galtardal, en gröfina
sáum við ekki eins ljóslega og nokkrum árum fyrr, þar sem
mikill gróður og sina var komin á hólinn, en þó getur ekki
skeikað mörgum metrum.
Ég spurði Agnar Guðjónsson á Harastöðum hvort hann
þekkti einhverja staði þar sem nriltisbrandsgripir hefðu verið
grafnir. Hann kvaðst þekkja stað á Kjallaksstöðum rétt austan
við lækinn, sem rennur fram hjá bænum. Hann hafði þetta eftir
Jóhannesi Jóhannessyni, sem þar bjó, en hefur getað haft þetta
eftir Oddi Hákonarsyni á Kjallaksstöðum, sem dó áttræður
1946. Þar eru lfklegast grafnir gripimir sem nefndir voru hér að
framan, enda hefði Oddur getað munað þá atburði. Einnig sagði
Agnar eftir föður sínum, að innst í túninu á Harastöðum hefði
verið tóft þar sem pabbi sinn hefði sagt að grafnir hefðu verið
hestar eða folöld, sem hefðu átt að drepast úr miltisbrandi. Þess
vegna hefði faðir sinn ekki viljað að hreyft yrði við tóftum innst
í túninu þegar þar var sléttað og er greinilegt að þar hafa verið
skildar eftir tóftir. Báðir þessir staðir voru merktir sumarið
2005, en vitanlega geta margir slíkir staðir víða verið sem
enginn veit lengur um.