Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 43
BREIÐFIRÐINGUR
41
Guðný Skúladóttir systir Lárusar.
Guðrún giftist aftur Hannesi Þorvaldssyni frá Þæfusteini,
fæddum í Krossholtssókn. Þau Guðrún og Hannes eignuðust
a.m.k. fjögur börn, Sigríði, Ástríði, Valgerði og Rögnvald.
Rögnvaldur var faðir Jóns sem lengi var verkstjóri hjá Eim-
skip.
Guðrún Hannesdóttir lést í Salabúð á Hellissandi hjá Lárusi
syni sínum, 3. apríl 1887, þá 67 ára að aldri.
Lárus var tekin til fósturs af fornkunningjum foreldra sinna,
hjónunum Hildi Vigfúsdóttur og Jóni Bergssyni hreppstjóra í
Brokey. Þar ólst hann upp til fullorðinsára. Lárus reri margar
vetrarvertíðir undir Jökli meðan hann var í Brokey, en haust og
vor reri hann úr Höskuldsey. Á þessum árum mun hann hafa
efnast nokkuð. Árið 1884 er Lárus skráður eigandi að þremur
bátum á Hellissandi, einu skipi 8 til 12 manna, einu 4 til 6 m. og
einum bát minni. Hann var þá eigandi tveggja jarða á
Skógarströnd Háls og Straums. Árið 1876 þegar Lárus er 32
ára að aldri kvæntist hann Guðrúnu Oddsdóttur söðlasmiðs á
Ormsstöðum á Skarðströnd og konu hans Soffíu Önnu