Breiðfirðingur - 01.04.2009, Page 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
Guðmundur Þorvarðarson skipstjóri,
fóstursonur Guðrúnar og Lárusar.
Eiginkona Guðmundar var Sigríður
Bogadóttir Ingjaldasonar í Flatey. Þau áttu
heima í Sjólyst.
Einarsdóttur. Móðurforeldrar Guðrúnar voru Einar prófastur
Sæmundsson á Setbergi og Stafholti og kona hans Kristjana
Hansdóttir skósmiðs Wingaards Richdals, sem var norskur að
ætt. Föðurforeldrar hennar voru Jónas Jónsson hreppstjóri í
Hallsbæ á Hellissandi, síðast í Bár í Eyrarsveit og Guðrún
Einarsdóttir Ólafssonar úr Rauðseyjum.
Þau Guðrún og Lárus hófu búskap að Hálsi á Skógarströnd
1876. Fyrsta árið eru þau með fimm manns í heimili, þau hjónin,
tvær vinnukonur og smala sem er 16 ára. Bústofninn er: 3 kýr,
21 ær, 18 gemlingar og 5 hestar. Eftir átta ára búskap á Hálsi er
þessi bústofn þeirra kominn upp í að telja: 4 gripi í fjósi, 51 ær,
60 sauði og veturgamalt fé, 6 hesta og 4 tryppi yngri en fjögurra
vetra. Búið var orðið með betri búum á Skógarströnd.
A Hálsi bjuggu áður Egill Guðbrandsson og Salóme
Þórhallsdóttir ásamt fjórum börnum sínum og tveimur
vinnuhjúum. Þau fluttu öll til Vesturheims þegar þau fóru frá
Hálsi og settust að á Nýja íslandi.
Lárus og Guðrún bjuggu á Hálsi í sex ár. Þeim hjónum varð